Já ef þið vissuð hvað ég var að gera í dag haha

Þar sem ég er stödd á ráðstefnu hér í Gefn (Sviss) þá verð ég að segja ykkur frá einum vinnuhóp sem ég fór í dag. Í morgun var ráðstefnan lokuð gagnvart karlmönnum, svo við konurnar gætum fengið að ræða saman í friði. Það stuðar þá að meyga ekki vera með í allri dagskrá Kvennaráðstefnunar.

Í vinnuhópnum eftir fyrsta fyrirlesturinn fór ég til Dr. Sheila hún er kynlífsfræðingur. Hún byrjaði á að bjóða okkur velkominn og sagði svo að áður en hún byrjar þurfum við að hugsa um þrennt. Erótík og heilsa, getnaður og heilsa og kynþokki og heilsa. Jæja það næsta sem hún gerði var að rétta okkur hluti sem við áttum að hugsa út frá þessum hugtökum. Nú, það fyrsta sem ég fékk var G strengur allt í lagi svo  kvennmanns smokkur, peli, karlmanns nærbuxur og stytta. Reyndar voru fleiri hlutir jú sokkaband fékk ég líka en ekki dúkkurnar og nokkra aðra hluti. Við flissuðum eins og skólastelpur. En það var samt margt sem kom upp úr okkar af viti. Allt þetta er gert í samhengi að miðla áfram því sem gerðist í vinnuhópnum. Aldrei fyrir mitt litla líf hefði mér dóttir í hug að handleika pela eða þá styttu (ber kvenmaður) hvað þá dúkku í þessu samhengi. En fyrir dætur okkar, frænkur, systur, vinkonur, mömmur eða ömmur að miðla til hvers annars, hjálpar okkar að læra hvað er að gerast í kringum okkur. Það stóðu þó 3 orð upp úr þessu til þeirra sem taka við af okkur sem eldri eru að  "samskipti, menntun, upplýstar" ekki svo galið. Er það ekki það sem vantar í skólum samskipti á öllum sviðum. Þá er bara að koma því að.

Aldrei í lífi mínu datt mér í hug að konur í afríku mættu ekki njóta kynlíf. Ef þær sína einhver viðbrögð þá spyr maki hvar lærðir þú þetta og verður hin reiðasti. Mikið búum við, við það gott að meyga njóta þess að vera með maka okkar. Ef ég væri heima þá mundi ég knúsa vel minn, því ég hef það gott og lifi ekki svona lífi eins og í þróunarlöndunum. Hugleiðið það, hvað við höfum það gott. Samt erum við alltaf að kvarta yfir engu. Sjáumst síðar.


Leiðsöguhundurinn og ég verðum eitt eftir 15 daga.

Nú styttist í samþjálfunina hjá mér og Asítu. Bara einir 15 dagar eftir. Þetta styttist óðum. Fyrstir sem verða varir við okkur eru Sellfossingar. Því þar munum við byrja í samþjálfunin. Það er kannski gott að byrja þar, því ég er þar oft á sumrin eða næstum því, upp í sumó en maður þarf að versla á Selfossi. Fyrstu viðbrögð samfélagsins verða þar. Spennandi verður að sjá þau. En mín félagslega einangrun er senn að ljúka. Asíta og ég verðum eins og skuggar hvors annars. En ég vil biðja ykkur kæru lesendur að taka okkur með opnun hug. Miklu skiptir að telja fyrst upp á tíu og svo segja það sem í þér býr, það er að segja ef þú þarft að gagnrýna.

Undanfarinn 9 ár hefur eingöngu verið einn leiðsöguhundur hér á landi. Sá er nú falli frá en í stað eins verða þeir 5. Þó að þeir séu fjórir að koma nú þá er einn á Akureyri frá því í fyrra haust. Og í beinu framhaldi þá verða 7 leiðsöguhundar hér á landi næsta haust, því það eru 2 væntanlegir þá.

Ég var að heyra sögur af hundunum. Exo er fjörkálfur. Það má segja það satt, hann er stærstu í hópnum, búr hans var opnað og talað var við hann. Ekki hreyfði hans sig en þegar kallað var til hans "ætlaður ekki að koma" var hann fljótur til. Var hann svo kátur að yrt var á hann. Asíta er eins og hefðarfrú sest niður og biður eftir "hvað get ég gert fyrir þig" InLove  húsbóndi.´HLæja allir eru þeir fallegir á því er engin vafi. Í lokin var þeim gefið að borða þá skalf Exo eins og hann hafði ekki fengið matarbita. Þannig að Exo gerir líklega allt fyrir mat. Joyful Gaman verður að sjá þau hér á landi í daglegum athöfnum.

Jæja nú er bara að fara að sofa þar sem kl. er orðin 23 hér í Sviss. Nú er Alheimsþing blindra og sjónskerta hér í Gefn. Veður gott og allt fallegt. Maður þarf að vakna snemma þar sem Kvennaþingið er fyrstu 2 daganna. En ég er væntanleg heim þann 23 ágúst og þá er vika í Asítu mína. Góða nótt heima á fróni.


4 leiðsöguhundar komu til landsins kl. 15.58 í gær mánudaginn 28. Júlí.

470'I gær lendu leiðsöguhundarnir hér á landi kl. 15.58 með flugi frá Ósló. Á þessari mynd eru frá vinstri til hægri Elan, Exit, Exo og svo hún Asíta mín. Ég bíð spennt eftir henni. Í dag eru 32 dagar þangað til samþjálfunin byrjar. Þessi tími verður fljótur að líða. Nú er sumarfrí hjá börnunum mínu og ég er á leið til Sviss á ráðstefnu, þá verð ég fjarverandi í 10 daga. Eftir heimkomu verð ég hjá fjölspildunni í viku tíma og yfirgef þau aftur í 2 víkur vegna samþjálfunarinnar. En ekki verð ég á faraldsfæti eftir það nema innanlands fyrst um sinn. Eða næstur 10 árin Shocking Nei, nei bara taka það rólega allavega fyrsta 1/2 árið. Enda mun ég njóta þess að vera með henni Asítu minni meðan bóndinn og börnin eru í vinnu og skóla. InLove Gott er að geta einmitt einblínt sér að henni á meðan börnin eru í skólanum svo þau verða ekki abbó Tounge Nú þarf ég að skipta mér á 5 aðila í stað 4 áður. eða skulum við segja 6. ég átti tíma fyrir mig eina áður nú hef ég alltaf felaskap og get kjaftað við hana um öll heimsins mál sem liggja á mér og hún hlustar án þess að grípa inni, þessi litla elska.  Ég get ekki beðið eftir henni.

 Það hefur verið mér mikil reynsla að fylgjast með vinkonu minni henni Helenu og alveg frá byrjun. Þar sem hún bloggaði svo mikið. Mikið sakna ég þess. Svo hef ég fengið að fylgjast með honum Friðgeiri með hann Erró sinn heitin, en á annan hátt.

Skrif mín verða svona stopul á meðan sumarfríin eru. Enda er ég ennþá eins og Kálfur að sleppa úr fjósi. Nú er að að byrja dimma aftur og þá kemst ég ekki eins vel um allt. Ekki fyrr en hún Asíta kemur til mín. InLove og þá þarf ég ekki að hengja mig á fjölskildu mína þegar mig langar að fara ein út í ró og næði. Nú segi ég góðða nótt og njótið helgarinnar. Beini ykkur að fara á síðu hans Kristinn bloggvinur minn hann hefur skrifað mikið um veru okkar í Finnlandi um RP og AMD endilega lesið það til að fæðast meira um sjúkdóm okkar. Smile


Sko nú má ég skammast mín.

Ég veit upp á mig skömmina. Ekki hef ég staðið við mitt. Ráðlagt var að skrifa blogg og fimmtudeginum fyrir hundrað árum eða þannig. En nú kemur það.

Á fimmtudeginum hittust  væntanlegu leiðsöguhundahópur ástam Klöru ráðgjafa hjá Blindrafélaginu, Reyni myndatökumann sem var í mýflugnamynd og Halldóra frá Nýja Bæ (nú er það rétt skrifað). Fengum við upplýsingar að trúnaðarhundalæknir okar er í Grafarholtinu á dýraspítalanum þar. Hills fóðrinu var fyrir valinu fyrir hunda okkar og redda þarf "bia bed" fyrir hundanna. Þeir verða dekraðir upp úr öllu valdi. Asíta og co eru væntanleg til landsins þann 27 júlí og fara þá í einangrun í 4 vikur. Reyndir lofaði fleyrum myndum af hundunum sem og hann gerði. Ég var alveg ákveðin að setja einhverjar hér inn EnBlush myndirnar eru heima á tveim diskum og ég í Finnlandi á ráðstefnu. En maður bætir úr því eftir heimkomu. Grin 

Hér í Helsingi er búið að vera frábært veður og yndislegt að labba um. Ráðstefnan sem Ég er á er alþjóðaráðstefna um þann augnsjúkdóm sem ég er með. Stundum stendur maður á gati og spyr um hvaða augnsjúkdóm eru þeir að tala. RP 65 eða RP 12 aldrei heyrt þetta en er nú komin á sporið hvers eðlis allavega RP 65 er. Við fengum hlé í gær og fórum þá í skógarferð. Þar var farið að roga á Kanon (cannon) heila 4 kílómetra og í lok ferðar farið í hina frægu Finnsku gufuna. Komið var með grein inn í gufuna og við lömdum okkur með henni eftir að það var búið að hita hana aðeins. Þetta var yndislegt þó að það hafi rignt mara þennan dag. Nú í dag 4 júlí á hátíðardegi Bandaríkjamanna var formleg ráðstefnan sett þó við höfum verið að funda í 2 daga áður. Móttaka var í gær á leið okkar þangað datt ég kylliflöt fyrir dómkirkjunni í orðsins fyrstu merkingu. En ég er óbrotin en bólgin á hnjám. Hún Kristín sem er með reddaði mér alveg. Rak mig í rúmið eftir að við komum heim og let bólgueyðandi og græðandi á hné og olnboga. Maður getur verið svo smekklegur þegar maður dettir svona kylliflatur. Jæja nóg í bili. Heyrumst síðar.


Fundur á fimmtudag.

Jæja.! Þá er að styttast í fundinn með hinum í hundahópnum. Hún Halldóra frá Nýjabæ þar sem við verðum í samþjálfun mun hitta okkur. Vona ég að hún verði með myndir af bænum.  Ég er ekki frá því að ég hlakki til þess. Bíst ég við á fundinum fáum við nánari upplýsingar um hundanna og allt það sem þarf að aresea gagnvart þeim. Veit ég að bæli, bursta, teppi og fl. fáum við með þeim, í Noregi. Tryggingar, fæði og vottorðið sp með það. Já ég veit þetta kemur í ljós á fimmtudaginn.

Ég er byrjuð að þjálfa mig í að segja nafn hennar. Finnst mér það enn svolítið skondið "Asita" A sita haha. En það venst furðu vel. Ekki vil ég breyta því nema þá að setja í í stað i þannig þá verður það Asíta. Síðastliðin 2 ár hef ég fylgst með vinkonu minni henni Helenu sem á Fönix sem er líka frá sama skólanum í Noregi. Reyndar býr hún Þar. Hún er því miður hætt að blogga og sakna ég þess ofsalega mikið. Það var svo líflegt að lesa blogg hennar. Lýsingar af góðum og slæmum dögum voru ótrúlega skemmtilegar frásagnir. En sem betur fer heyri ég í henni öðru hverju. Þegar við höfum hist á ráðstefnum þá er talað um allt og ekkert, áður en við vitum af er ráðstefnan búinn og við skiljum þangað til næst. En við skrifumst á líka. Ég hef verið að rekja upp úr henni margt sem getur komið mér að góðu með mína Asítu, á ég ekki von á öðru en að því held ég áfram þar sem við eigum von á að hittast hér á landi í nóvember á ráðstefnu. Þá fær hún að sjá mína þar sem ég hef fengið að sjá Fönix persónulega. Hann er algjör rúsína. InLove En nú hætti ég í bili, læt ykkur vita með fundinn hvort ég fæ meiri upplýsingar en ég er með nú. Veit þó eitt að við eigum von á myndum fyrir hvern og ein af okkar hundum. Mun skanna mína/r inn og deila með ykkur.


Myndir og 86 dagar í væntanlega samþjálfun.

Væntanlegir hundar 2Væntanlegir hundar

Hæ, hæ Nú er komið að því að upplýsa ykkur. Hér á blogginu eru 2 myndir af væntanlegum leiðsöguhundum sem koma til landsins þann 28 júlí næstkomandi og fara þá í einangrun á Höfnum Reykjanesbæ. Samþjálfunina byrjar svo 30 ágúst n.k.  Myndin hér til hægri eru í röð. Asita sem er mín. InLove næst er það Exo sem Alexander fær. Sá sem liggur fram af pallinum er Exit hann fer til Friðgeirs. Að síðustu er það Elan sem fer til Guðlaugar. Mín er eina tíkin í hópnum hitt eru rakkar.  Á vinstri myndinni eru í röð (sitjandi) Exo, Elan, Exit og sú sem liggur er Asita með tunguna út. Með á myndunum eru hundar Anett hundaþjálfara. Maður getur valla skrifa nú þar sem allt er orðið svo áþreifanlegt. Við vissum að þetta yrðu svartir labradorar en ekki kyn og nöfn sem er komið nú. Joyful þá er bara að bíða komu þeirra og undirbúa aðsetur þeirra á heimilinu. Skondið finnst mér að í haust fór ég til Ameríku til systur minnar. Þar keypti ég teppi fyrir hund minn. Rautt/drappað varð fyrir valinu, ofar á lista mínu er blátt en ekki veit ég af hverju ég valdi rautt. Einhver lítill fugl hlýtur að hafa haft áhrif þar. Mér þykir rautt líka fallegt en blár er ofar. Tounge Á næstunni skrifa ég eins og kálfur sem er úti að njóta nátturunnar. Í haust mun ég standa mig betur. lofa.

Kveðja í bili.


Aðalfundur ,Lionshreyfinginn og niðurstaða.

Hæ, hæ og hamagangur á hóli. Aðalfundur okkar var í dag frá kl. 10 - 15.30. langur að þessu sinni. Enda í dag var verið að kjósa formann félagsins og 2 stjórnarmenn og 2 til vara. Í alla staði fór fundurinn vel fram, fram að hádegi. Í hádeginu komu herrarnir frá Lionshreyfingunni og afhendu formanni okkar (á síðasta snúning) ávísun upp á 12,5 millur sem er framlag þeirra í söfnun þeirri sem haldinn var 3-6 apríl s.l. Vil ég þakka ykkur sem tóku þátt í þeirri söfnun kærlega fyrir framlag ykkar í þetta verðuga verkefni "Leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta" án ykkar hefði þetta ekki orðið svona gott. Var þeim vel klappað fyrir stuðninginn og vil ég þakka þeim líka fyrir þeirra þátt í þessu stóra verkefni. Maður fær tár í augun af umhyggju ykkar í okkar þágu. Takk fyrir. Heart

Að lokinni athöfn fengum við okkur smá hádegismat. Til að fá ekki meltingartruflanir áður en kosning hæfist og líka svo við hefðum orku til að kjósa Þá var byrjað að kjósa formann, tveir í framboði. Friðgeir og Kristinn. Niðurstaðan var sú að Kristinn Halldór Einarsson er nýi formaður félagsins. Svo hófst næsta kosning, aðalmenn stórnar sem eru tveir i þá stöðu. Fimm voru í framboði Einar Lee, Friðgeir, Halldór Sævar (fráfarandi formaður) Kolbrún og Sigþór. Niðurstaðna var sú að Halldór og Sigþór U. Hallfreðsson fóru inn. Sigþór var með einu atkvæði meir en Kolla. Og svo til vara þar fara 2 inn, í framboði voru Hlynur, Kolla og Lilja (Ég). Niðurstaða var sú að ég og Kolla fórum inn. Ég bjóst reyndar við að Kolla færi í aðalstjón en Sigþór í vara þar sem hann er nýr. En undarlegustu hlutir geta gerst. Til hamingju öllsömul, já og ég líka. Sideways Má maður vera ánægður með sjálfan sig. Það gerir það enginn annar. haha.  Svona er lífið í dag.

Takk í bili. Nú er að fara að hlúa að börnunum sem eru búinn að vera ein heima í dag. InLove


Spriklandi spik, veitingarstaður, landsöfnun og nýr formaður.

Hver sagði það að allt væri í lagi.? Jæja það er rétt.Wink Núna og næstu vikur er átak á mínum bæ. Þetta gengur ekki lengur að halda svona fast í spikið sitt. Nú mun ég gefa það til vinstri og hægri. Ef þú lesandi góður langar í smá, hafðu þá samband og ég gef þér að vild. Wink Svo bætir maður hreyfingunni inní líka. En þegar maður er sjónskertur þá er það bæði kostur og galli að vera sjónskertur. Gallinn er sá að maður getur ekki fari eins hratt yfir á ókunnum slóðum. En kosturinn er sá að maður þarf að labba út í búð til að versla, það þýðir meiri hreyfing, í stað að druslast á bíl. Þá væri ég ansi hrædd um að spikið væri mun meir.Tounge En hinir gallarnir skulum við ekki tala um núna. Þetta er besti tími ársins. Það er að vera bjart allan sólarhringinn, þá sér maður á kvöldin eins og hinir eða þannig sko. LoL 

Í gærkveldi var minn síðasti sukkdagur. Kvennadeild Blindrafélagsins fórum út að borða á veitingarstaðin Lauga-ás. Með þessum stað get ég sko mælt með. Í fyrra fórum við á Hereford steikhús, ekki og Rauðará árið þar á undan. Hereford mæli ég ekki með en Rauðará mæli ég með. En samt bar af Lauga-ás, afbragðs matur og ekki slæmt að verðið var mjög gott þar. Þannig ef pyngjan er ekki þung en manni langar út að borða, farið þá á Lauga-ás. Þar fáið þið mjög góðan mat á viðráðalegu verði. Ef þú ferð lesandi góður þá verði þer að góðu

Á laugardaginn munum við í Blindrafélaginu kjósa okkur nýjan formann, og nýtt blóð í stjórnina. Það verður spennandi að sjá hver fer inn. En um hádegið á morgun mun Lionshreyfingin afhenda okkur þá aura sem söfnuðust í landsöfnunin í apríl s.l. vil ég þakka hverjum og einum ykkar sem lögðu okkur lið, kærleg fyrir stuðninginn.

En nú er komið að lokum í dag, á morgun upplýsi ég ykkur hversu mikið safnaðist og hverjir komast í stjórn og varastjórn og hver nýi formaðurinn er. Ég bauð mig fram i varastjórn ? með mig líka. Læt ykkur vita. Kveðja í bili. InLove


Viðburðaríkir dagar.

Frá síðustu skriflum mínum hef ég haft mikið að gera. Þann 29 apríl dó unglingur í fjölskyldu okkar. Bróðir hennar móður minnar 79 ára að aldri. Alltaf var stutt í prakkara skap hans. Áður en koma að kistulagningu hans átti sonur minn 11 ára afmæli. Mikið stand var þar í kring. Alltaf hef ég gaman af bakstri og dúlluríi og láta allt vera eins fersk en og hægt er. Enda er ég alltaf á síðustu stundu að baka og þá pönnukökur og pizzusnúða þegar gestirnir eru að skriða inn. Allt gekk eins og í sögu. 

Þriðjudeginum eftir afmælið var frændi minn kistulagður. Og viti menn ekki er hann dottin af baki með prakkarastrik. Er veri var að láta smá gjöf sem hann átti að hafa með sér kom í ljós að ekki var rétti maðurinn í kistunni. Tounge Enn er hann að stríða okkur. Þessu var kippt í lag í snatri.  Um kvöldið var hringt í okkur hjónin. Tengdó var að tjá okkur að mágur hennar sem bjó í Noregi væri látin.. Ekki er en báran stök. Ætlar þetta ekki að taka enda. Jæja á degi jarðarfara frænda míns gat maður ekki varist þeirri hugsun, hvort hann væri í kistunni. Woundering Í lokin var hálfgert ættarmót. Fólk kom og sagði að ég væri svo lík ömmu minni heitinni, með svo sterkan svip eins og hún. Ekki finnst mér það slæmt. En að kveldi fimmtudagsins hringdi tengdó aftur með vátíðindi. Systir hennar sem bjó í Svíþjóð, væri látin bráðkvödd. Nú er komið nóg að okkar mati. En svona er lífið eins furðulegt og það er. En eitt er víst þetta, bíður okkar allra. En við skulum vona að ekki sé röðin komin að okkur strax.

Nú er bara að halda áfram að sjá sumarið springa út. Allt að verða grænt og fallegt, og í leið að hlúa að þeim sem eru að átta sig af missinum. Guð blessi alla sem hafa og munu í framtíðinni missa ástvini sína. Með ást og friði hvíla þau í friði.

Heyrumst og sjáumst síðar.


Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Nú er sumar, eða hvað. Sólin fór í felur en kaldur vindur kom í staðinn. Einstakur dagur. Er mest hissa á því að ekki skuli snjó, eins og oft áður á þessum degi. Wink Maður er farinn að taka það sem sjálfsagðan hlut að það rigni eða snjói á sumardaginn fyrsta og 1 maí. Þess vegna er það tilbreyting ef það er sól og gott veður. Halo 

En nýr dagur ber ýmislegt í skauti sér. Nú er veið að pæla hvað á að gera, skella sér úr bænum, kannski lendir maður í mótmælum bílstjóra hver veit, maður gæti lent í ævintýrum upp á öræfum eða á maður að hanga heima í leti.? Eitt er víst sama hvað maður gerir, tekur maður góðskapið og mat til snæðingar. Ég er ekki frá því að kálfurinn sé kominn í mann.Smile Þeytast út og suður eins og kálfur sem sleppir úr fjósi á vorin. Eitt er víst að maður þarf að njóta þess tíma sem maður hefur þangað til börnin vaxa frá manni og vilja fara sínar eigin leiðir. Það kemur allt of fljótt að því finnst mér.

Ég hef látið allar hurðar vera á heimilinu. Í staðinn er ég farinn að hella niður í gríð og erg. Ég held svei mér þá að glösin raða sér upp svo ég rekist í þau. Margir mundu segja að maður sé brussa þegar maður hellir niður. En glösin skipta um lit eins og kameljón og falla inn í umhverfið eins og þeim er skipað fyrir þó grætt sé. Devil Ég er t.d. tvísvar búinn að hella niður þannig að það fór á bók mína "Kaldrifjaður félagi" sem er á blindraletri. Veit ekki hvað vatnið hefur á móti henni. Þetta er hin besta ljóðbók um konu sem er að berjast við krabbamein og skrifar sig út úr meini sínu í ljóðum. Mæli með henni. Já ég held bara að ég kaupi veltiglös á heimilið þá hellist ekki úr þeim.Happy Þá er bara að finna hvar þau fást núna.

Heyrumst síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband