4 leiðsöguhundar komu til landsins kl. 15.58 í gær mánudaginn 28. Júlí.

470'I gær lendu leiðsöguhundarnir hér á landi kl. 15.58 með flugi frá Ósló. Á þessari mynd eru frá vinstri til hægri Elan, Exit, Exo og svo hún Asíta mín. Ég bíð spennt eftir henni. Í dag eru 32 dagar þangað til samþjálfunin byrjar. Þessi tími verður fljótur að líða. Nú er sumarfrí hjá börnunum mínu og ég er á leið til Sviss á ráðstefnu, þá verð ég fjarverandi í 10 daga. Eftir heimkomu verð ég hjá fjölspildunni í viku tíma og yfirgef þau aftur í 2 víkur vegna samþjálfunarinnar. En ekki verð ég á faraldsfæti eftir það nema innanlands fyrst um sinn. Eða næstur 10 árin Shocking Nei, nei bara taka það rólega allavega fyrsta 1/2 árið. Enda mun ég njóta þess að vera með henni Asítu minni meðan bóndinn og börnin eru í vinnu og skóla. InLove Gott er að geta einmitt einblínt sér að henni á meðan börnin eru í skólanum svo þau verða ekki abbó Tounge Nú þarf ég að skipta mér á 5 aðila í stað 4 áður. eða skulum við segja 6. ég átti tíma fyrir mig eina áður nú hef ég alltaf felaskap og get kjaftað við hana um öll heimsins mál sem liggja á mér og hún hlustar án þess að grípa inni, þessi litla elska.  Ég get ekki beðið eftir henni.

 Það hefur verið mér mikil reynsla að fylgjast með vinkonu minni henni Helenu og alveg frá byrjun. Þar sem hún bloggaði svo mikið. Mikið sakna ég þess. Svo hef ég fengið að fylgjast með honum Friðgeiri með hann Erró sinn heitin, en á annan hátt.

Skrif mín verða svona stopul á meðan sumarfríin eru. Enda er ég ennþá eins og Kálfur að sleppa úr fjósi. Nú er að að byrja dimma aftur og þá kemst ég ekki eins vel um allt. Ekki fyrr en hún Asíta kemur til mín. InLove og þá þarf ég ekki að hengja mig á fjölskildu mína þegar mig langar að fara ein út í ró og næði. Nú segi ég góðða nótt og njótið helgarinnar. Beini ykkur að fara á síðu hans Kristinn bloggvinur minn hann hefur skrifað mikið um veru okkar í Finnlandi um RP og AMD endilega lesið það til að fæðast meira um sjúkdóm okkar. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband