Gleðilegur þræll, sem bíður eftir að fara að vinna.

Hún Asíta er ein af þeim skemmtilegum hundum sem ég hef kynnst. Henni þykir svo gaman að vinna. Þegar hún veit að við erum að fara í göngu, skellir hún góm. (Veit að í ferðinni fær hún góðgæti)InLove Við erum gott lið. Þeir fáu dagar sem við höfum eingöngu farið í stutta göngu þá eru hlýðni æfingar gerðar. Hún elskar þær. Í dag fórum við í okkar vanalegu göngu og í leiðinni fórum við í smá æfingu líka. Ég lét hanskann minn falla á göngustiginn svo stoppuðum við og snerum við til að sækja hanskann. Er ég gaf skipunina að sækja það sem datt fór hún fyrst rólega en svo tók hún sprettinn og var svo glöð að hafa fundið hanskann. Ég hélt að ég mundi fljúga á eftir henni svo áköf var hún. Hún er sú gleðilegasti þræll sem ég hef vitað um. Sideways Þjálfarinn benti mér á að prufa að setja veskið (á eitt til að æfa með) á stól og láta hana finna það eins og ég væri í veislu og hún þyrfti að finna það. Þetta hef ég gert og alltaf finnur hún það, hvort sem ég set það á stól í gluggakistuna eða á borðið. Hún er yndisleg. Enn Asíta hefur stuðlað af heilbrigðu líferni hér á bæ. Hvort sem það er frost, rigning eða myrkur þá er farið í göngu og jafnvel með fjölskyldumeðlimi líka. Enda veitir mér ekki af þar sem koklestrólið er svolítið hátt þessa dagana. Crying Nú er verið að vinna í lækkun á því með góðri hreyfingu. Á að fara aftur í blóðprufu eftir 6 mánuði. Eins gott að maður verði orðinn góður þá Tounge og grönn og flott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband