Já ef þið vissuð hvað ég var að gera í dag haha

Þar sem ég er stödd á ráðstefnu hér í Gefn (Sviss) þá verð ég að segja ykkur frá einum vinnuhóp sem ég fór í dag. Í morgun var ráðstefnan lokuð gagnvart karlmönnum, svo við konurnar gætum fengið að ræða saman í friði. Það stuðar þá að meyga ekki vera með í allri dagskrá Kvennaráðstefnunar.

Í vinnuhópnum eftir fyrsta fyrirlesturinn fór ég til Dr. Sheila hún er kynlífsfræðingur. Hún byrjaði á að bjóða okkur velkominn og sagði svo að áður en hún byrjar þurfum við að hugsa um þrennt. Erótík og heilsa, getnaður og heilsa og kynþokki og heilsa. Jæja það næsta sem hún gerði var að rétta okkur hluti sem við áttum að hugsa út frá þessum hugtökum. Nú, það fyrsta sem ég fékk var G strengur allt í lagi svo  kvennmanns smokkur, peli, karlmanns nærbuxur og stytta. Reyndar voru fleiri hlutir jú sokkaband fékk ég líka en ekki dúkkurnar og nokkra aðra hluti. Við flissuðum eins og skólastelpur. En það var samt margt sem kom upp úr okkar af viti. Allt þetta er gert í samhengi að miðla áfram því sem gerðist í vinnuhópnum. Aldrei fyrir mitt litla líf hefði mér dóttir í hug að handleika pela eða þá styttu (ber kvenmaður) hvað þá dúkku í þessu samhengi. En fyrir dætur okkar, frænkur, systur, vinkonur, mömmur eða ömmur að miðla til hvers annars, hjálpar okkar að læra hvað er að gerast í kringum okkur. Það stóðu þó 3 orð upp úr þessu til þeirra sem taka við af okkur sem eldri eru að  "samskipti, menntun, upplýstar" ekki svo galið. Er það ekki það sem vantar í skólum samskipti á öllum sviðum. Þá er bara að koma því að.

Aldrei í lífi mínu datt mér í hug að konur í afríku mættu ekki njóta kynlíf. Ef þær sína einhver viðbrögð þá spyr maki hvar lærðir þú þetta og verður hin reiðasti. Mikið búum við, við það gott að meyga njóta þess að vera með maka okkar. Ef ég væri heima þá mundi ég knúsa vel minn, því ég hef það gott og lifi ekki svona lífi eins og í þróunarlöndunum. Hugleiðið það, hvað við höfum það gott. Samt erum við alltaf að kvarta yfir engu. Sjáumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband