Viðburðaríkir dagar.

Frá síðustu skriflum mínum hef ég haft mikið að gera. Þann 29 apríl dó unglingur í fjölskyldu okkar. Bróðir hennar móður minnar 79 ára að aldri. Alltaf var stutt í prakkara skap hans. Áður en koma að kistulagningu hans átti sonur minn 11 ára afmæli. Mikið stand var þar í kring. Alltaf hef ég gaman af bakstri og dúlluríi og láta allt vera eins fersk en og hægt er. Enda er ég alltaf á síðustu stundu að baka og þá pönnukökur og pizzusnúða þegar gestirnir eru að skriða inn. Allt gekk eins og í sögu. 

Þriðjudeginum eftir afmælið var frændi minn kistulagður. Og viti menn ekki er hann dottin af baki með prakkarastrik. Er veri var að láta smá gjöf sem hann átti að hafa með sér kom í ljós að ekki var rétti maðurinn í kistunni. Tounge Enn er hann að stríða okkur. Þessu var kippt í lag í snatri.  Um kvöldið var hringt í okkur hjónin. Tengdó var að tjá okkur að mágur hennar sem bjó í Noregi væri látin.. Ekki er en báran stök. Ætlar þetta ekki að taka enda. Jæja á degi jarðarfara frænda míns gat maður ekki varist þeirri hugsun, hvort hann væri í kistunni. Woundering Í lokin var hálfgert ættarmót. Fólk kom og sagði að ég væri svo lík ömmu minni heitinni, með svo sterkan svip eins og hún. Ekki finnst mér það slæmt. En að kveldi fimmtudagsins hringdi tengdó aftur með vátíðindi. Systir hennar sem bjó í Svíþjóð, væri látin bráðkvödd. Nú er komið nóg að okkar mati. En svona er lífið eins furðulegt og það er. En eitt er víst þetta, bíður okkar allra. En við skulum vona að ekki sé röðin komin að okkur strax.

Nú er bara að halda áfram að sjá sumarið springa út. Allt að verða grænt og fallegt, og í leið að hlúa að þeim sem eru að átta sig af missinum. Guð blessi alla sem hafa og munu í framtíðinni missa ástvini sína. Með ást og friði hvíla þau í friði.

Heyrumst og sjáumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband