Aðalfundur ,Lionshreyfinginn og niðurstaða.

Hæ, hæ og hamagangur á hóli. Aðalfundur okkar var í dag frá kl. 10 - 15.30. langur að þessu sinni. Enda í dag var verið að kjósa formann félagsins og 2 stjórnarmenn og 2 til vara. Í alla staði fór fundurinn vel fram, fram að hádegi. Í hádeginu komu herrarnir frá Lionshreyfingunni og afhendu formanni okkar (á síðasta snúning) ávísun upp á 12,5 millur sem er framlag þeirra í söfnun þeirri sem haldinn var 3-6 apríl s.l. Vil ég þakka ykkur sem tóku þátt í þeirri söfnun kærlega fyrir framlag ykkar í þetta verðuga verkefni "Leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta" án ykkar hefði þetta ekki orðið svona gott. Var þeim vel klappað fyrir stuðninginn og vil ég þakka þeim líka fyrir þeirra þátt í þessu stóra verkefni. Maður fær tár í augun af umhyggju ykkar í okkar þágu. Takk fyrir. Heart

Að lokinni athöfn fengum við okkur smá hádegismat. Til að fá ekki meltingartruflanir áður en kosning hæfist og líka svo við hefðum orku til að kjósa Þá var byrjað að kjósa formann, tveir í framboði. Friðgeir og Kristinn. Niðurstaðan var sú að Kristinn Halldór Einarsson er nýi formaður félagsins. Svo hófst næsta kosning, aðalmenn stórnar sem eru tveir i þá stöðu. Fimm voru í framboði Einar Lee, Friðgeir, Halldór Sævar (fráfarandi formaður) Kolbrún og Sigþór. Niðurstaðna var sú að Halldór og Sigþór U. Hallfreðsson fóru inn. Sigþór var með einu atkvæði meir en Kolla. Og svo til vara þar fara 2 inn, í framboði voru Hlynur, Kolla og Lilja (Ég). Niðurstaða var sú að ég og Kolla fórum inn. Ég bjóst reyndar við að Kolla færi í aðalstjón en Sigþór í vara þar sem hann er nýr. En undarlegustu hlutir geta gerst. Til hamingju öllsömul, já og ég líka. Sideways Má maður vera ánægður með sjálfan sig. Það gerir það enginn annar. haha.  Svona er lífið í dag.

Takk í bili. Nú er að fara að hlúa að börnunum sem eru búinn að vera ein heima í dag. InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með kosninguna! Reyni að kíkja á þig fljótlega, nóg að spjalla - Diddi kominn í næstum því næsta hús við þig ......... kominn til Odds....

Heyrumst eða sjáumst fljótlega, kveðja úr Dölunum

Guðrún (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Lilja Sveinsdóttir

Takk fyrir Guðrún, Sjáumst vonandi sem fyrst.

Lilja Sveinsdóttir, 19.5.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband