Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Nú er sumar, eða hvað. Sólin fór í felur en kaldur vindur kom í staðinn. Einstakur dagur. Er mest hissa á því að ekki skuli snjó, eins og oft áður á þessum degi. Wink Maður er farinn að taka það sem sjálfsagðan hlut að það rigni eða snjói á sumardaginn fyrsta og 1 maí. Þess vegna er það tilbreyting ef það er sól og gott veður. Halo 

En nýr dagur ber ýmislegt í skauti sér. Nú er veið að pæla hvað á að gera, skella sér úr bænum, kannski lendir maður í mótmælum bílstjóra hver veit, maður gæti lent í ævintýrum upp á öræfum eða á maður að hanga heima í leti.? Eitt er víst sama hvað maður gerir, tekur maður góðskapið og mat til snæðingar. Ég er ekki frá því að kálfurinn sé kominn í mann.Smile Þeytast út og suður eins og kálfur sem sleppir úr fjósi á vorin. Eitt er víst að maður þarf að njóta þess tíma sem maður hefur þangað til börnin vaxa frá manni og vilja fara sínar eigin leiðir. Það kemur allt of fljótt að því finnst mér.

Ég hef látið allar hurðar vera á heimilinu. Í staðinn er ég farinn að hella niður í gríð og erg. Ég held svei mér þá að glösin raða sér upp svo ég rekist í þau. Margir mundu segja að maður sé brussa þegar maður hellir niður. En glösin skipta um lit eins og kameljón og falla inn í umhverfið eins og þeim er skipað fyrir þó grætt sé. Devil Ég er t.d. tvísvar búinn að hella niður þannig að það fór á bók mína "Kaldrifjaður félagi" sem er á blindraletri. Veit ekki hvað vatnið hefur á móti henni. Þetta er hin besta ljóðbók um konu sem er að berjast við krabbamein og skrifar sig út úr meini sínu í ljóðum. Mæli með henni. Já ég held bara að ég kaupi veltiglös á heimilið þá hellist ekki úr þeim.Happy Þá er bara að finna hvar þau fást núna.

Heyrumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt sumar Lilja, við hittumst vonandi sem fyrst

Guðrún (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband