Vandræði með skrif og hurð sem ræðst á mann.

Fyrir þó nokkru kom ég mer í vanda. ÉG var að fikta í stjórnborði Supernova forriti mínu. Þar með lokaði ég með einhverju móti öllum þeim skrifum sem ég get gert á netinu. Jú ég gat skrifa í word, en mér finnst það ekki það sama. En þá er að finna plöggin sem ég fékk með forritinu. Fann þau ekki fyrir mitt litla líf. Woundering En til allra hamingju fann ég á netinu kennsluverkefni á netinu og ég kom þessu í lag, þó tíma hafi tekið. 1-0 fyrir mér.Tounge Það er auðvelt að klúðra þegar maður fiktar. Nú slæ ég á hendur mínar áður en ég byrja á þeim andskota, án þess að skrifa hjá mér hvernig það var áður og hvar fór ég inn. Sideways 

 Passið ykkur á hurðunum, þær ráðast á mann af tilefnislausu. Að vanda þegar maður kemur heim úr verslunarferð er tvennt sem ég geri alltaf. 1 leggja veskið frá mér og hengja upp úlpuna. Fara með vörurnar inn í eldhús og fara beina leið á WC. (blaðran er með heimþrá og verður að losa sig þó ný búin sé) Nú á miðvikudaginn skildi ég óvart veskið eftir frammi á gangi. Þangað fór ég að ná í það. Á leið til baka taldi ég að hurðin væri opin upp á gátt. En á minni hraðri göngu gekk ég beint á hornið á henni og hentist til baka á fataskápinn. Þökk sé fyrir að hann var þar, annars lægi ég á gólfinu. Blessaða hurðin hangir en á hjörunum. Ég get lofað ykkur því að mikið langaði mér að taka hana af. Sem betur fer fékk ég ekki marblett en kúlu þó og góðan haustverk sem stendur enn yfir. En brjóstkassinn er með smá mari en ekki alvarlegt. Nú treysti ég ekki þessari hurð fyrir mitt litla líf.Undecided Eitt ráð hef ég fyrir ykkur, gangið hægt fram hjá hurðum, þær gætu ráðist á ykkur. Whistling

Læt heyra frá mér fyrr næst. InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Sveinsdóttir

Já, Helena það er erfitt þegar hurðir eða húsgögn ráðast á mann, eða reyna að fellamann. Næst förum við í kúlu sem ver okkur við falli og árekstrum.

Lilja Sveinsdóttir, 21.4.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband