Stoppuð af löggunni

Jæja þar sem langt er síðan ég bloggaði varð ég að bæta upp syndir mína og skrifta lítið eitt. Halo  Þann 16  des. s.l. var ég stödd í bænum þurfti að sinna nokkrum erindum. Byrjað var á skólavörustígnum í SPRON þaðan lá leið mín upp Laugarveginn var ég kominn upp að miðjan Laugarveginn er tvær löggur stóðu allt í einu fyrir framan mig. Buðu þeir góðan daginn og sp. hvort þetta væri vinnuhundur eða eitthvað svoleiðis. Að sjálfsögðu var hún Asíta með í för. Jánkaði ég því og sagði hana leiðsöguhund. Spurði þá annar þeirra hvort ég væri með tilskilin leyfi? Jánkaði ég því og bauðst til að sýna þeim. Nei ekki þurfti ég þess. En í kjölfarið beygði annar þeirra sig niður og fylgdi ég honum eftir með minni sjónleifum og sló á hönd hans. Sagði að ekki mætti klappa henni þegare hún væri í vinnunni. Varð hann hvumsa. Bað ég hann að hinkra og tók ég beislið af Asítu, sagði svo nú máttu klappa henni. Ekki gat ég annað en brosað með sjálfri mér og hugsað, jæja nú er hún ólögleg hér. LoL Spurðu þeir mig um ferlið hennar og þjálfun og að lokum óskuðum við hvert öðrum og tókumst í hendur gleðilegra jóla. Já það er skondin ævintýrin sem maður lendir í.

Hátíðin hjá mér hefur gengið að óskum. Vona hjá ykkur líka.


Gleðilegur þræll, sem bíður eftir að fara að vinna.

Hún Asíta er ein af þeim skemmtilegum hundum sem ég hef kynnst. Henni þykir svo gaman að vinna. Þegar hún veit að við erum að fara í göngu, skellir hún góm. (Veit að í ferðinni fær hún góðgæti)InLove Við erum gott lið. Þeir fáu dagar sem við höfum eingöngu farið í stutta göngu þá eru hlýðni æfingar gerðar. Hún elskar þær. Í dag fórum við í okkar vanalegu göngu og í leiðinni fórum við í smá æfingu líka. Ég lét hanskann minn falla á göngustiginn svo stoppuðum við og snerum við til að sækja hanskann. Er ég gaf skipunina að sækja það sem datt fór hún fyrst rólega en svo tók hún sprettinn og var svo glöð að hafa fundið hanskann. Ég hélt að ég mundi fljúga á eftir henni svo áköf var hún. Hún er sú gleðilegasti þræll sem ég hef vitað um. Sideways Þjálfarinn benti mér á að prufa að setja veskið (á eitt til að æfa með) á stól og láta hana finna það eins og ég væri í veislu og hún þyrfti að finna það. Þetta hef ég gert og alltaf finnur hún það, hvort sem ég set það á stól í gluggakistuna eða á borðið. Hún er yndisleg. Enn Asíta hefur stuðlað af heilbrigðu líferni hér á bæ. Hvort sem það er frost, rigning eða myrkur þá er farið í göngu og jafnvel með fjölskyldumeðlimi líka. Enda veitir mér ekki af þar sem koklestrólið er svolítið hátt þessa dagana. Crying Nú er verið að vinna í lækkun á því með góðri hreyfingu. Á að fara aftur í blóðprufu eftir 6 mánuði. Eins gott að maður verði orðinn góður þá Tounge og grönn og flott.


Asíta ljósmyndafyrirsæta.

Hæ og hó. Eins gott að láta heyra í sér. Margt hefur drifið á daga okkar Asítu. Við höfum verið allt frá því gegnar niður og knúsaðar. Við vorum í okkar hefðbundnu göngu er síminn hringdi. Stoppuðum við, við vegg samt var smá bil á milli mín og veggsins. Var ég með bakpoka á mér. Ég var búinn að standa þarna í smá tíma og hafði lokið samtalinu er tveir ungir herra gengu sitthvor megin við mig þannig að lá við falli hjá mér þar sem ég var ekki viðbúinn að eitthver mundi troða sér á milli mín og veggsins. Ég gat ekki orða bundist en kalla hver er blindur.? Ég fékk svar "Ó fyrirgefðu" skal gert svaraði ég og gætu að þér næst. Oft hef ég staðið upp við vegg með smá bili og engin farið að troðast á milli. Crying Þar sem ég stóð var nægt pláss fyrir vinstra megin við Asítu. Þess vegna skildi ég ekki strákinn. Vona að hann geri þetta ekki aftur. Oftast er maður knúsaður.

Búðarferðir skemmtilegar. Mikil er virðing fyrir Asítu þegar ég er í búðum. Nokkrum sinnum hef ég verið spurð hvort ekki megi klappa. En ætið er svarið Nei hún er að vinna. Lítil dama kom til mín og spurði mig þessarar spurningar Ég sagði við hana að ef hún sæi mig með Asítu ekki í beisli þá mætti hún koma og spyrja mig aftur og þá mætti hún klappa. Hún var súr á svipinn fyrst en svo glaðnaði yfir henni og sagði ég má klappa henni næst. LoL Gat ég þá ekki annað en brosað.

Göngutúrar okkar er misjafnlega langir sá lengsti 1 1/2 tími. Þegar við löbbum meðfram ströndinni þá ætlast/vonar Asíta að nú fái hún að fara synda. Oftast fær hún það, en ef hún fær ekki að synda fer hún í fýlu og hengir haus eins og ég hafi verið að skamma hana. Hún hefur egnast nokkra vini í göngutúrunum og sérstaklega einn sem heitir Krummi og er svartur Labrador. Þeim þykir gaman að synda saman og leika lítið eitt. Asíta hoppar og skoppar þegar hún er laus. Ég sleppi henni ekki lausri nema hún hafi gert stórastykkið áður en við förum. Stundum vill hún gera þarfir sína á leiðinni og er ég farinn að þekkja þá takta hjá henni í gegnum beislið. Mer finnst alltaf fyndið að sjá rófuna hennar þegar hún gerir stykkin sín. Hún er bein er hún pissar en í vinkil er hún gerir stóra stykkið. Alltaf er týnt upp strax. Enda hjálpar heimilisfólkið mér að fylgjast með á kvöldin og morgnanna meðan dimmt er. En í dag snjóaði og þá næ ég að sjá þetta sjálf. Þannig að ég panta snjó á þarfasvæðinu hennar. Tounge Henni þykir annarst rósalega gaman í snjónum og að grafa í sjónum og þá steina enda reynir hún að ná þeim upp og rekur trýnið í bolakaf og hristir sig alla er hún réttir úr sér.  Dóttir mín hefur verið að taka myndir af henni. Held ég að hún verið bráðum ljósmyndafyrirsæta fyrir dóttir mína. InLove 

Heyrst hafði frá Helenu vinkonu þegar hún fer í burtu frá Fönix hvað hann verður kátur er hún kemur til baka. Það er sama hér á bæ Asíta er svo glöð jafnvel er ég fer bara í einn tíma í burtu eða skil hana eftir út í bíl meðan ég fer aðeins inn í búð. þá er eins og ég hafi farið í burtu í langan tíma. Alltaf fær maður innilegt knús frá henni og er við förum út og hún á að vinna, þá stekkur hún upp af gleði og smellir góm, því þá veit hún að góðgæti er í vændum.


Þreyttari en ég veit ekki hvað.

Nú er formleg vinnan með þjálfurunum búinn. Þó ekki hafi verið nema hálfann daginn. Þá er þessi tími búinn að vera skemmtilegur og gefandi, samhliða krefjandi. Ég mun sakna þjálfaranna. Við höfum verið góð saman. Enda hef ég verið þreyttari en ég veit ekki hvað og sofnuð snemma. En nú hefst nýtt ferli. Við þurfum að viðhalda öllum æfingum og gæta að því að allt sé gert eins og það á að vera. Þessar fjórar vikur sem komnar eru hafa verið styrkjandi, þó kílóin hafi ekki farið þá hefur ummálið lagast. Held ég enn í þá von að kílóin fari líka. Tounge Sú fasta regla hefur verið í gangi síðan á Nýabæ, að fá sér hafragraut á hverjum morgni. Enda er maður saddari lengur.

Við Asíta höfum farið í langa göngutúra. Í gær tók ég bóndann með. Wink Meðan á gönguferðinni stóð komu gesti í heimsókn. Spurt var hvort þau gömlu væru heim. Var sonurinn fljótar að átti sig á sp. og fór inn og kallaði "afi, amma" þau svara ekki. Þá hlógu gestirnir. En þegar spurt var hvort ég væri heima þá var svarið Nei hún er úti með Asítu. En pabbi þinn? Nei hann er líka með henni. Þá datt kjálkinn niður. Pabbi þinn í gönguferð. Já það duttu allar dauðar lýs úr höfði þeirra. En kraftaverk gerast enn. Ætli öll fjölskyldan verði ekki flott næsta sumar, þar sem ég hef náð öllum út. Jæja það er önnur saga vona að það gerist.

Hér á bæ er sp. hver ræður. Eitt kvöldið voru allir farnir í rúmið nema bóndinn. Hann var að klára að horfa á mynd klukkan hálf eitt um nótt kom hún Asíta inn í stofu og ýtti við fæti bóndans og fór síðan til baka aftur. Hann skildi skilaboðin "inn í rúm með þig". Þannig að hér á bæ er haft control á öllu. Við erum flottar saman.  Samfélagið hefur tekið vel á móti okkur. Búnar að fara í strætó, kaffihús, bókasafn, apótek, bakarí og skóla. Allt gengið eins og í sögu. Nú er komið að svefn tíma mínum og smá hjálp við heimanám hjá syninum (prjónadót) hann er að klára húfu í textílmennt.

Ein leiðrétting Það var hann Kristinn Halldór formaður Blindrafélagsins sem afhendi Alexander Exo en ekki Klara. Afsakið mistökin. Góða nótt í bili.


Fyrsta vikan heima

Formleg afhending hundanna. Allt var sett upp með stæl, og hundarnir teknir af okkur, Errm já bara í smá stund á meðan við þurftum að hlusta á nokkrar ræður. Eins gott að fólk vissi ekki hvað við vorum að pískra samhliða ræðunum. En það skal ekki vera upp látið hér. haha. Fyrst fékk Friðgeir Exit sinn afhendan úr hendi Heilbrigðisráðherra hann Guðlaug. Næst var það Guðlaug með hann Elan sem Daníel frá Lionshreyfingunni afhendi. Næst var það hún ég sem fékk sína Asítu úr hendi Helenar vinkonu frá Noregi. Ég var svo ánægð með það, að ég var að springa úr gleði. Ég held svei mér þá að Asíta hafi líka verið að springa úr gleði þar sem hún var sú eina sem stökk til að faðma sinn vin. Síðastur var það hann Alexander sem fékk hann Exo afhendan frá Klöru ráðgjafa Blindrafélagsins. Að lokinni athöfn voru teknar myndir af okkur. Viðtal var tekið við mig frá Rúv og Stöð 2. Það voru einhverjar veitingar á staðnum. Ég var heppinn þar sem sonur minn kom með vinber og ávexti fyrir mig. Gáfum við lika með okkur. Wink Allir þeir sem ég komu þakka ég fyrir velvild ykkar. Gaman var að tala við ykkur sem maður náði samband við en leiðinlegt að geta ekki náð til ykkar allrar en geri það hér með. Takk fyrir.

Feginn vorum við að komast heim. Taldi ég allt í lagi að fá gesti til mín á sunnudegi. Asnaðist ég til þess að fara að baka á fullu. Eina döðluköku, skyrköku, hjónabandssælu og vöfflur. Börnin voru pínu óörugg um hag sinn gagnvart henni, nema sú elsta sem ég þurfti að slá á fingurna á. En gestirnir komu gaman hjá okkur. Allir dáðust af henni. Ég sleppti henni við að sýnar listir sýnar nema að sitja og leggjast niður. Annar fékk hún að ráða ferðinni. Um kvöldið var orkan mín búin. Crying Var mér þá hugsað til orða vinkonu minnar í Noregi. "Þetta tekur á meira en maður heldur" er það orði sannara. Enda var ég sofnuð á undan Asítu og kom hún inn til að ýta við mér.  Sleeping  Góðar saman. Enda þurfti ég að svæfa hana fyrsta kvöldið.

En hún Asíta hefur alveg sér herbergi. Hann bóndinn minn gerði aðstöðu fyrir hana undir stiga okkar með fínum ljósi fyrir mig (svo ég geti séð hana). Hann flísalagði og málaði aðstöðu hennar áður en við komum heim. Skal sýna ykkur hana seinna.

En þessi fyrsta vika hefur tekið á og fljót er hún að læra sínu rútínu. Í gær og í dag fórum við í strætó. Þar var tekið á móti okkur með sóma. Vakti það forvitni mína hvað Asíta var róleg í því mannhafi sem var í strætó á miðvikudeginum. Hún bara svaf þetta af sér. Það er einn og einn sem vill klappa henni. Alltaf hrekkur fólk í kút um leið og það er sagt NEI hún er að vinna. Á morgun er vona á eftirfylgt um hverfið mitt jafnvel þegar ég fer að versla. Gaman verður að sjá hvernig það kemur út. En á þessari stundu hlusta ég á hana hrjóta í rúmi sínu. Held að ég fari að ráðum hennar og geri slíkt hið sama. Góða nótt í bili.


Heimsókn í bæinn.

 Í dag fórum við í könnunarleiðangur í bæinn. Erindið var það að kanna hvort leiðsöguhundarnir myndu leita upp Skota. Viti menn auðvita fundu þeir þá. Það var ekki hægt að þverfóta fyrir þeim í bænum. Við gengum yfir Lækjagötu á móts við Stjórnarráðið, eftir Lækjagötunni og upp Bankastræti og Laugarveg þó ekki lengra enn að gatnamótum Laugavegur. og Klapparstíg. Svo fórum við yfir götun og niður aftur. Það mætti halda að Skotarnir hafi stillt sér upp okkur til heiðurs. Kissing Eða þannig. Haha

Þetta var fyrir hádegi en eftir hádegi fórum við inn í Kringlu. Þar vöktum við athyggi. Sp. var hvort við hefðum fengi leifi fyrir þeim. Að sjálfsögðu fengum við leifi til æfingar. Wink 

Það er allt annað að ganga með leiðsöguhund um Kringluna en á förnum vegi. Leiðsöguhundur makkerar alla vegi en Kringlan eru engir vegir, þannig að þeir ganga um eins og við, það er að segja þegar við erum bara að skoða í glugganna. Grin Asíta var svo hrifinn af rúllustigunum og var bara sár að fá ekki að fara í þá.FootinMouth 

Við Asíta fórum einn rúnt upp á 3 hæð í stiga, svo hringinn í kringum opið og aftur niður stiga. Reyndar vildi hún fara í bíó þessi elska en það var ekki búið að opna. Jæja smá útidúr en á leið niður stigann kominn svo til alveg niður, kom unglingur og klappaði Asítu ég sagði nei það má ekki klappa henni í beislinu og hún Drífa hrópaði á greyið og hann hrökk við ein og ég veit ekki hvað. Við erum viss um að strákurinn klappi ekki ókunnum hundum á næstunni. Gasp Að lokinni þjálfun var farið upp á 3 hæð og fengið sér ís ja eða bragðaref sem er algjört æði. Cool Á heimleið kom babb í bátinn. Bíllin bilaði. Errm Þá voru góð ráð dýr og fenginn leigubíll austur. Við vorum nefnilega farinn að hóta því að gista heim.Tounge Við vorum viss um að bíllinn vildi það líka. Haha. Devil

Hér erum við, bara 2 dagar eftir hér. Á föstudaginn fáum við hunda okkar formlega afhenda, með popp og prakt. Þá fáum við að sofa heima. Vei, maður er farinn að sakna fjölskyldunnar. Þó hér hafi verið fínt og við vel alin. Þá er eins og máltækið segir "Heima er best.InLove 

Já að sjálfsögðu má ekki gleyma punti yfir i hún Helena er mætt í bæinn og var með okkur í Kringlunni. Mikið var gaman að sjá hana aftur. Ég skildi Asítu eftir hjá henni. Þegar ég kom til baka skaut ég að henni, hvort hún væri ekki búin að taka rúnt með hana um Kringluna. Henni klæjaði mikið í fingurgómunum að prófa. Enda er hún vön Fönix sínum og er ég viss um að hún saknar hans.Blush Skrifa næst frá heimili mínu.


Leiðsöguhundurinn frægi.!

 

Hæ, hó. Já hér erum við búinn að vera á fullu. Enda förum við þreytt í rúmið á kvöldin. Nú er vika tvö og já hún Asíta og hinir hundarnir erum farnir að sleppa takinu af þjálfurunum. Enda erum við mikli betri en þeir. J Spenna var hér fyrir leikinn Ísland-Noreg. Enda voru allir afslappaðir þar sem jafntefli var á leik þeirra. Þannig að við fáum áframhaldandi þjálfun. J Við erum búinn að fara ákveðinn hring hér á Selfossi og í dag sá ég í fyrsta sinn græna kallinn á umferðaljósunum. Fyndið að leika áhættuleikara sem sér ekki hvert hann er að fara. Sem betur fer hef ég hjálparhellu sem leiðir mig áfram. Haha.

Næsta föstudag fæ ég hana Asítu afhenda formlega með hátíðlegu ívafi. Þá helgi verð ég í stofufangelsi eða þannig. Má fara með hana út í taum en ekki í beislinu. En það ver vegna þess að hún á að kynnast fjölskyldunni. En kannski fréttið þið af mér niður á Laugavegi á miðvikudaginn og í Smáralind eða Kringlu. Hver veit. En við fáum smá bæjarferð þá allavega fyrir samþjálfun í bænum.

Kveðja í bili.


Kominn á ról

 

Halló aftur. Nú er ég búinn að vera hér í 6 daga og framfarir ornar þó nokkrar.  Asíta fylgir mér í einu og öllu, jafnvel tekur hún af skarið og heldur mér við efnið. Mér finnst þetta alveg yndislegt. Hverjum hefði dottið þetta í hug að ég myndi fá mér leiðsöguhund. Jæja, staðreyndin er samt orðin að veruleika. Það er svo skondið að heyra í öllum hundunum þegar við erum inni með þjálfurunum að heyra hrotur þeirra. Ég segi að Asíta verður að halda mér við efnið svo ég gleymi ekki hrotum hins helmings mans. J Fyrstu dagar okkar hér á Selfossi hafa verið skrautlegir, gengið vel og ja, á afturfótum eða þannig. Samt hefur hún farið fram hjá mörgum hindrunum. Notandi stundum svolítið tregur eða skal maður segja ruglaður í öllum skipunum sem nota þarf. Í heildina eru þær 31 talsins. En þetta kemur. Sum orðin eru þegar kominn á íslensku. Það leiðinlega við hund er að þurfa að týna upp eftir hann stóra stykkið. En það er gjald fyrir frelsið. J Enda veit ég að fjölskyldan hjálpar mér að finna það sem týna þarf upp. J L haha. En frelsi er það sem ég er að fá. Vei, vei, vei. Sjónvarpið var hér í dag að taka myndir og viðtöl. Vonum að við séum ykkur til fyrirmyndar í þeim. Haha. Asíta hafði gaman af því í dag að leika lausum hala og flakka á milli okkar notendanna. Tvísvar fékk hún manni hjá hinum . Lúmsk stelpa J Þeir reyna alltaf að fá bita hjá þeim næsta sem er með nammi í hendinni. J Ekki víst að þetta gangi hjá henni alltaf. J Samt gaman að sjá hvað þau reyna til að fá góðgæti hjá þeim næsta. Jæja heyri í ykkur síðar. Bless í bili..


Jæja, þá erum við byrjaðar í samþjálfun.

P8300010Hér erum við tvær Skvísurnar. Loksins búnar að hittast. Ég og Asíta hittumst í fyrsta sinn kl. 15 þann 30 ágúst 2008. Nú erum við búnar að vera saman í 4 daga í samþjálfun. Í dag og í gær vorum við á Selfossi. Að sjálfsögðu vöktum við athygli. Að Sjálfsögðu öllum 4 sem erum hér. Dagur nr. 2 var mér erfiður. Er það í fyrsta sinn sem ég dotta við matarborð. Ekki hefur það gert áður. En eitthvertíma er allt fyrst. Vinkona mín í Noregi sagði mér hversu krefjandi þetta er, en ekki þessu. Jæja en samt Takk fyrir ábendinguna. Ein og þið sjáið þá hef ég eki verið að skrifa síðan ég kom hingað. Bras við að komast inn á netið, þangað til í dag að ég keypti kap 5 kapal. Svo ég skal að minni bestu getu láið ykkur vita reglulega af okkur hér. Í dag fengum við smjörþef af því hvernig er þegar annar hundur er nálagt (ókunnugur) keltu þeir á þann ókunna en samt gerðu þeir það ekki í bænum þar sem þeir voru þá einn í einu. skondið. :) En svona koma þeir manni á óvart. En í dag labbaði ég ein með Asítu en þjálfarar fyrir aftan og gekk það bara vel. Spurning er hvernig gengur á morgun. ég hf verið afslöppuð og tekið öllu með stökustu ró.  Læknisráð sem ég fékk frá tveimur í Noregi. haha. En hér er mynd af mér með Asítu á göngu i dag á Selfossi. P9020012

Vei! Nú er komið að því.!!!!

Nú er hún Asíta komin úr einangrun. Og á laugardaginn byrjum við í samþjálfuninni. Þessum degi hef ég beðið eftir, frá því ég fékk þær fréttir að einn af hundunum væri ætlaður mér. Síðan þá hef ég reynt að undarbúa mig af kostgætni í alla staði. Aðstaða fyrir Asítu undirbúinni. Nú er allt að smella í samt lag eins og það á að vera. Undanfarna daga eða eftir að ég kom heim frá Sviss þá hef ég verið að þvo þvott. Ekki þvær hann sig sjálfur. Þvottavélin bilaði áður en ég fór og er ég kom heim var hún ekki komin til baka. Þannig að hér á bæ var allt fullt af þvotti. En fjallið er horfið nú og vélin er samt ekki kominn í lag en. En ég þarf að sitja um hana og ýta henni í gang aftur ef hún stoppar. Vélin mín þarf nefnilega að taka pásu eftir þörfum. Crying  Ef hún heldur svona áfram þá hef ég allavega hana Asítu mér til huggunar þegar ég þarf að sitja yfir vélinni. Við fáum okkur þá bara hlaupabretti til að hlaupa á ef þetta heldur áfram. Eða fæ mér nýja vél. Tounge  Eða þannig, þessi er nú bara tæplega 3 ára. Sideways  En ekki veit ég þó hvort netsamband verður þarna á Nýja Bæ eða ekki. Það kemur í ljós. Því gjarnan vil ég leyfa ykkur að fylgjast með fyrstu skerfum okkar Asítu. En Selfoss hér kem ég til ykkar í 2 vikur. bless að sinni.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband