Fyrsta vikan heima

Formleg afhending hundanna. Allt var sett upp með stæl, og hundarnir teknir af okkur, Errm já bara í smá stund á meðan við þurftum að hlusta á nokkrar ræður. Eins gott að fólk vissi ekki hvað við vorum að pískra samhliða ræðunum. En það skal ekki vera upp látið hér. haha. Fyrst fékk Friðgeir Exit sinn afhendan úr hendi Heilbrigðisráðherra hann Guðlaug. Næst var það Guðlaug með hann Elan sem Daníel frá Lionshreyfingunni afhendi. Næst var það hún ég sem fékk sína Asítu úr hendi Helenar vinkonu frá Noregi. Ég var svo ánægð með það, að ég var að springa úr gleði. Ég held svei mér þá að Asíta hafi líka verið að springa úr gleði þar sem hún var sú eina sem stökk til að faðma sinn vin. Síðastur var það hann Alexander sem fékk hann Exo afhendan frá Klöru ráðgjafa Blindrafélagsins. Að lokinni athöfn voru teknar myndir af okkur. Viðtal var tekið við mig frá Rúv og Stöð 2. Það voru einhverjar veitingar á staðnum. Ég var heppinn þar sem sonur minn kom með vinber og ávexti fyrir mig. Gáfum við lika með okkur. Wink Allir þeir sem ég komu þakka ég fyrir velvild ykkar. Gaman var að tala við ykkur sem maður náði samband við en leiðinlegt að geta ekki náð til ykkar allrar en geri það hér með. Takk fyrir.

Feginn vorum við að komast heim. Taldi ég allt í lagi að fá gesti til mín á sunnudegi. Asnaðist ég til þess að fara að baka á fullu. Eina döðluköku, skyrköku, hjónabandssælu og vöfflur. Börnin voru pínu óörugg um hag sinn gagnvart henni, nema sú elsta sem ég þurfti að slá á fingurna á. En gestirnir komu gaman hjá okkur. Allir dáðust af henni. Ég sleppti henni við að sýnar listir sýnar nema að sitja og leggjast niður. Annar fékk hún að ráða ferðinni. Um kvöldið var orkan mín búin. Crying Var mér þá hugsað til orða vinkonu minnar í Noregi. "Þetta tekur á meira en maður heldur" er það orði sannara. Enda var ég sofnuð á undan Asítu og kom hún inn til að ýta við mér.  Sleeping  Góðar saman. Enda þurfti ég að svæfa hana fyrsta kvöldið.

En hún Asíta hefur alveg sér herbergi. Hann bóndinn minn gerði aðstöðu fyrir hana undir stiga okkar með fínum ljósi fyrir mig (svo ég geti séð hana). Hann flísalagði og málaði aðstöðu hennar áður en við komum heim. Skal sýna ykkur hana seinna.

En þessi fyrsta vika hefur tekið á og fljót er hún að læra sínu rútínu. Í gær og í dag fórum við í strætó. Þar var tekið á móti okkur með sóma. Vakti það forvitni mína hvað Asíta var róleg í því mannhafi sem var í strætó á miðvikudeginum. Hún bara svaf þetta af sér. Það er einn og einn sem vill klappa henni. Alltaf hrekkur fólk í kút um leið og það er sagt NEI hún er að vinna. Á morgun er vona á eftirfylgt um hverfið mitt jafnvel þegar ég fer að versla. Gaman verður að sjá hvernig það kemur út. En á þessari stundu hlusta ég á hana hrjóta í rúmi sínu. Held að ég fari að ráðum hennar og geri slíkt hið sama. Góða nótt í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband