Þreyttari en ég veit ekki hvað.

Nú er formleg vinnan með þjálfurunum búinn. Þó ekki hafi verið nema hálfann daginn. Þá er þessi tími búinn að vera skemmtilegur og gefandi, samhliða krefjandi. Ég mun sakna þjálfaranna. Við höfum verið góð saman. Enda hef ég verið þreyttari en ég veit ekki hvað og sofnuð snemma. En nú hefst nýtt ferli. Við þurfum að viðhalda öllum æfingum og gæta að því að allt sé gert eins og það á að vera. Þessar fjórar vikur sem komnar eru hafa verið styrkjandi, þó kílóin hafi ekki farið þá hefur ummálið lagast. Held ég enn í þá von að kílóin fari líka. Tounge Sú fasta regla hefur verið í gangi síðan á Nýabæ, að fá sér hafragraut á hverjum morgni. Enda er maður saddari lengur.

Við Asíta höfum farið í langa göngutúra. Í gær tók ég bóndann með. Wink Meðan á gönguferðinni stóð komu gesti í heimsókn. Spurt var hvort þau gömlu væru heim. Var sonurinn fljótar að átti sig á sp. og fór inn og kallaði "afi, amma" þau svara ekki. Þá hlógu gestirnir. En þegar spurt var hvort ég væri heima þá var svarið Nei hún er úti með Asítu. En pabbi þinn? Nei hann er líka með henni. Þá datt kjálkinn niður. Pabbi þinn í gönguferð. Já það duttu allar dauðar lýs úr höfði þeirra. En kraftaverk gerast enn. Ætli öll fjölskyldan verði ekki flott næsta sumar, þar sem ég hef náð öllum út. Jæja það er önnur saga vona að það gerist.

Hér á bæ er sp. hver ræður. Eitt kvöldið voru allir farnir í rúmið nema bóndinn. Hann var að klára að horfa á mynd klukkan hálf eitt um nótt kom hún Asíta inn í stofu og ýtti við fæti bóndans og fór síðan til baka aftur. Hann skildi skilaboðin "inn í rúm með þig". Þannig að hér á bæ er haft control á öllu. Við erum flottar saman.  Samfélagið hefur tekið vel á móti okkur. Búnar að fara í strætó, kaffihús, bókasafn, apótek, bakarí og skóla. Allt gengið eins og í sögu. Nú er komið að svefn tíma mínum og smá hjálp við heimanám hjá syninum (prjónadót) hann er að klára húfu í textílmennt.

Ein leiðrétting Það var hann Kristinn Halldór formaður Blindrafélagsins sem afhendi Alexander Exo en ekki Klara. Afsakið mistökin. Góða nótt í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert smá sem þú (þið) ert búin að vera dugleg! Ég frétti að Hlöðver hefði hitt þig - nú fer ég að koma í kaffi, þetta gengur ekki svona!

Gangi ykkur áfram vel - og já, kraftaverkin gerast greinilega thíhíhí.....

Guðrún (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband