Vandræði með skrif og hurð sem ræðst á mann.

Fyrir þó nokkru kom ég mer í vanda. ÉG var að fikta í stjórnborði Supernova forriti mínu. Þar með lokaði ég með einhverju móti öllum þeim skrifum sem ég get gert á netinu. Jú ég gat skrifa í word, en mér finnst það ekki það sama. En þá er að finna plöggin sem ég fékk með forritinu. Fann þau ekki fyrir mitt litla líf. Woundering En til allra hamingju fann ég á netinu kennsluverkefni á netinu og ég kom þessu í lag, þó tíma hafi tekið. 1-0 fyrir mér.Tounge Það er auðvelt að klúðra þegar maður fiktar. Nú slæ ég á hendur mínar áður en ég byrja á þeim andskota, án þess að skrifa hjá mér hvernig það var áður og hvar fór ég inn. Sideways 

 Passið ykkur á hurðunum, þær ráðast á mann af tilefnislausu. Að vanda þegar maður kemur heim úr verslunarferð er tvennt sem ég geri alltaf. 1 leggja veskið frá mér og hengja upp úlpuna. Fara með vörurnar inn í eldhús og fara beina leið á WC. (blaðran er með heimþrá og verður að losa sig þó ný búin sé) Nú á miðvikudaginn skildi ég óvart veskið eftir frammi á gangi. Þangað fór ég að ná í það. Á leið til baka taldi ég að hurðin væri opin upp á gátt. En á minni hraðri göngu gekk ég beint á hornið á henni og hentist til baka á fataskápinn. Þökk sé fyrir að hann var þar, annars lægi ég á gólfinu. Blessaða hurðin hangir en á hjörunum. Ég get lofað ykkur því að mikið langaði mér að taka hana af. Sem betur fer fékk ég ekki marblett en kúlu þó og góðan haustverk sem stendur enn yfir. En brjóstkassinn er með smá mari en ekki alvarlegt. Nú treysti ég ekki þessari hurð fyrir mitt litla líf.Undecided Eitt ráð hef ég fyrir ykkur, gangið hægt fram hjá hurðum, þær gætu ráðist á ykkur. Whistling

Læt heyra frá mér fyrr næst. InLove

 


Sjónvarpsviðtal við Helenu og Friðgeir.

Helena

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397885/12

Friðgeir

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365648/1

 


Viðtalið við Helenu og Klöru í útvarpinu.

Helena

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4408562/5

Klara

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4372642/6

 

 


148 dagar í hundinn.

Það má með sanni segja að tíminn líður hratt. Það eru einungis 148 dagar þangað til samþjálfunin byrjar. Maður fær gíll í magna af tilhugsun af spenningi. Ég veit líka að áður en ég er búinn að snúa mér við er tíminn komin. Þessa dagar sem komnir eru frá síðasta bloggi, hafa verið fjörugir. Eitt af því sem gert var, var að halda smá námskeið í eldunartækni með Kvennadeild Blindrafélagsins. Elduð var dýrindis súpa með fullt af granmeti og tómötum í. Baguette brauð sem skorið var niður og á það smurt ýmsar tegundir af meðlæti t.d. lífrakæfa og smá rifberjagel til skreytingar, rjómapiparostplúss steinselja, spes spægipylsa og óðalostur. Salat höfðum við líka með matnum. Okkur va  skipt upp í 3 hópa og hvar hópur fékk að gera það sama á sinni stöð. Skera salat niður, gúrku tómata, papriku og skræla kartöflur og gulrætur, og svo fleira. Þetta námskeið hitt í gegn. Enda nú er á döfinni að halda annað sem eingöngu vera karlmenn í. Við vorum 18 konur sem er gott þar sem auglýsinginn komst ekki inn á Valdar greinar að þessu sinni. Til hamingju stelpu, og takk fyrir frábæra samveru.

 

Í gær var ég stödd niður í félagi, þar var margt um manninn. Hann Friðgeir með Erró sinn voru að selja fyrstu rauðu fjöðrina til Guðlaugs Heilbrigðisráðherra. Ráðherra hélt tölu ásamt Halldóri Sævari. Við hin héldum okkur saman á meðan. Halo Helena var tekinn í geng af fjölmiðlum, hér getur hún ekki hrist þá af sér eins og í Noregi. LoL En hún verður þá bara sjóvaðari fyrir vikið að spreyta sig hér heima. En Til Hamingju Helena þetta var virkilega gott hjá þér í alla stað.

Takk í bili kæru vinir.


Ég sagði upp...

Nú set maður niður og byrjar að skrifa. Það er erfitt að komast í gang aftur eftir páskafríið. Þegar börnin fóru í páskafrí, fór ég með þeim í frí. Eða hélt ég. Wink Þann 15 mars átti stóra stelpan mín afmæli. 20 ára er hún nú. Haldin var veisla og komu gamlir og nýir skólafélagar og vinir hennar. Þegar við vorum að undirbúa hvað ætti að vera í veislunni sagði hún að pitzzusnúðar ættu að vera. Þá sagði ég, eru þau ekki enn vaxinn upp úr þeim. Þá hló hún. En á boðstólnum var laxabrauðterta (rúllu gott að skera í sneiðar) kjötbollur m. sósuídýfu snakk og hinu frægu pitzzusnúðar. Jæja þá koma gestirnir með þemað HÖFUÐFAT. Skrautleg höfuðföt voru helgið og spurt hvernig datt þér þetta í hug. Hlegið og skarfa. En þegar þau fóru í syngstar lá við að við hjónin myndu hlaupa út. En við héldum aftur af okkur þar sem við settum veitingarnar inn á borð. Reyndar var ég að baka snúðanna. Nýbakaða skulu þau fá þá hjá mér. Eftir kvöldið hum nóttina kom í ljóð að það sem kláraðist var að sjálfsögðu hinu einu sönnu pitzzusnúðar. Tounge Spurning er HVENÆR ætli þau vaxi upp úr þeim.  En eins og öll partý endaði þetta í eldhúsinu hjá mér. Cool

Daginn eftir var farið að skúra og hafa allt fínt fyrir páskanna. Þegar ég skúra fer ég nokkrar ferðir yfir sama svæðið svo ekkert verði eftir. Ofsa glöð var ég með sjálfa mig eftir skúringarnar. Þá kom miðdóttirin og sagði vera kusk á gólfiðnu. Ekki vildi ég hafa það þar og náði í rykmoppuna. Fór ég nokkrar umferðir með hana. Nú hlýtur gólfið að vera hreint. En þá kom bóndinn "það er ló á gólfinu. Þá féllust mér allar brýr. Ég sagði upp ræstingum á heimilinu. Crying Sú uppsögn er ekki tekin gild þar sem um æviráðningu var um að ræða.W00t En samt er búið að reka mig í veggjamálun og rafmagnsheflun.  Þegar ég mála er allt annað málað líka. Ekkja spyrja hvernig ég fer að því. En einn góðan dag var ég að taka eldhúsborðið mitt í gegn. Sandpappír var ég með og ekkert gekk að reyna laga það, á endanum fór ég og sótti rafmagnshefilinn. Skoðaði hann í bak og fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að í lægstu stöðu var hann í. Þá er að hefjast handa fyrsta umferð allt í lagi, umferð 2 sá ekki alveg hvað ég var að gera en hélt áfram ánægð með afköstin, þangað til ég fór að strjúka borðið Crying Ég var kominn niður í gegnum spóninn. Þegar bóndinn kom heim varð hann orðlaus en sagði þó þér er sagt upp, rafmagnsverkfæði kominn á bannlistan. Tounge Stelst enn í rafmagnsborvelina. en annað ekki. Hann hótaði að setja slagbrand og hengilás á hurðina inn í bílskúr. Devil Enn í dag er borðið svo fínt með nýrri límtrésplötu ofan á fótunum gömlu. Það er miklu fallegri en það var. Nú vitið þið hvað þið eigið að gera til að fá nýja hluti. LoL 

páskarnir voru ljúfir og góðir með öllu sýnu góðgæti en og gerist og gengur. En málsháttur minn var  "Ástsæll er ólatur maður." Á þetta vel um minn mann. InLove  Sjáumst


Landssöfnun 3. til 6. apríl .

untitled

Landssöfnun 3. til 6. apríl
í samvinnu við Blindrafélagið

Leiðsöguhundar fyrir blinda
LÉTTUM ÞEIM LÍFIÐ


Lionshreyfingin á Íslandi


Tíminn flýgur áfram en hvert ?

Nú um helgina mun frumburður minn vera 20 ára. Ég skil ekkert í þessu þar sem ég er ennþá 21Halo  Hvað var um öll þessi ár sem liðinn eru? Mér finnst eins það hafi verið í gær sem ég átti hana. En maður verðu að viðurkenna það, árin fljúga áfram. Enda held ég að það sé á því goða. Ef tíminn hafði verið svona fljótur að líða þegar maður var krakki að bíða eftir jólunum sérstaklega og páskunum. þá var eins og klukkutímarnir væru eins og dagar. En það var þá. Börnin hafa hjálpað manni að láta tíma líð. En ég er ánæg með að dóttir mín er að ná mér, eftir 2 ár verð ég yngri en hún.Wink

Í gær kom kona að taka viðtal við mig. Þar sem ég þekkti til hennar bakaði ég gömlu góðu marmarakökuna sem var í bókinni "Unga fólkið og eldhússtörfin!" Bókin mín er að fara í frumendir en vit hafði ég, nú er ég að velrita hana upp svo ekki glatist hún frá mér. Enda kemur það sér vel því ég stækka letrið svo ég þurfi ekki að vera með nefið ofan í bókinni.

Góða helgi


Það styttirs í tíman að félaginn minn fjórfætti kemur

Það er 171 dagar þangað til samþjálfunin byrjar. Á mínum bæ er talið niður og ég minnt á hversu margir dagar eru þanngað  til ég og minn svarti Labrador byrjum samþjálfunina saman. Það kvíslaði að mér fugla að allir (þessum fjórum) hundarnir eru svartir, tel ég að öll þau skref sem komast nær deginum góða vera áþreifanlegri. Fyrsta skrefið var dagsetningin um komu þeirra og svo nú litin á þeim. En næsta skrefið er að vita kynið og nafnið á félaganum mínum. Nú horfi ég á dagatalið frá Leiðsöguhundaskólanum og lít á alla svarta Labradoranna og hvað þeir heita. Ætli einn af þeim lendi á Íslandi það er aldrei að vita. Þeir sem eiga dagatal sjá að í febrúar er hann Neon, Thomas er í september og þar er það upp talið bara 2 Blush jæja tveir eru betri en enginn.Smile Svona er lífið, með spennu og væntanlegri gleði á mínum bæ.

 

Hann er týndur.

'i gær var ég ekki með sjálfri mér. Einkvað utan við mig. Dagurinn byrjaði á gleði. Pakkinn minn var kominn til landsins með blindraletursúrinu mínu plús tvo smáhluti. Þetta náði ég upp á stórhöfða. Eftir hádegi fór ég á fund niður í Blindrafélagi þar sem auglýsingu þurfti að gera fyrir Kvennadeildina. Sýndi ég stelpunum sem á fundinum voru úrið fína með perlu ólinni. Það er nefnilega ekki til svona fín úr hér á landi með blindraletri. Leist þeim vel á. Þar sem ég átti erindi upp á Sjónstöð Íslands sýndi ég þeim úrið líka. Nú er spurning með hvort þau panti 1 eða 2 slík til að selja hjá þeim. Finnst mér það þess virði svo við sjónskertu eða blindu getum verið fín jafnt og aðrir. Hér´á neðan sjáið þið úrið mitt góða. Skildi ég eftir hjá þeim  á Sjónstöðinni gömul gleraugu frá ömmu minni heitinni og líka sem tengdó hafði látið mig hafa til að ganga áfram til þeirra sem minna eiga. Smile

Thirty Pearly Braille Watch With Pearl BraceletÁ niðurleið (5 hæð að 1) kom ég við á skrifstofu Blindrafélagsins með auglýsinguna og monta mig meira. Þar sem ég var á leið í smíði og beið eftir leigubílnum. Það sem komið var af deginum var síminn alltaf að hringja. W00t  Það telst til undantekningar að hann hringi svona mikið. En bíllin kom og af stað lögðum við að fara sinna kirkjubyggingunni aftur. Ég var spurð hvort hún ætti að vera lútersk eða kaþólsk, miðað við lagið á henni er hún Lútersk. Miklar samræður voru hjá okkur þann fyrsta hálftímann sem kominn var af tímanum, er ein spurði mig um bæ sem foreldrar mínir áttu fyrst heim þegar þau fluttu suður. Ákvað ég að hringja í þau og viti menn síminn minn var hvergi enda hafði hann þagað alla leiðina frá Blindrafélaginu. Jæja þá var að hugsa hvar er hann? Fékk ég að hringja hjá smiðakennaranum í dóttir mína. og hún hringdi niður í félag hvergi fannst hann. Whistling Nú var að leggja höfuðið í bleyti ekki dugði að hringja í hann því ekki var svarað. En á leið heim datt mér í hug leigubíllin. Þar sem að tilviljun var það bróðir vinkonu minnar sem keyrði hringdi ég í hana og bað að kanna hjá honum hvort síminn væri í bíl hans. Jú að sjálfsögðu var hann þar en í Keflavík var hann kominn og kæmi ekki í bæinn fyrr en á morgun, en það hefur eitt gott í för sinni, vinkona mín er búinn að vera á leiðinni til mín lengi þannig að síminn fer til hennar og þaðan til mín. Þannig að síminn og vinkona mín koma í kvöld til mín. LoL
Gekk allt vel.
Nú er brúðkaupið að baki. Allt gekk vel og ekki urðu neinar neglu né fingur í tertunum. Það er svo skondið að brúðhjónin eru að tengja tvær góðar fjölskyldur saman. Móðir brúðarinnar var góð vinkona elstu systir minnar, sú næsta var og er vinkona næstelstu systur minnar og sú yngsta er æskuvinkona mín enda var mikið spjallað saman einu sem voru utangarðs í veislunni voru ættingjar löðurs brúðar og brúðguma. Allir aðrir voru sem fjölskilda, enda var farið að skipuleggja vesturbæjarmót Hafnfirðinga frá okkar uppeldis árum þar sem allir léku sér saman. Vonast er til að það veri í sumar, þar sem tvær koma frá Ameríku úr vesturbæjarklíkunni. Tounge 
Heyrums síðar.

Ábyrgist ekki fingur né neglur.

Þessi vika byrjaði með fundi. Ekki af verri endanum. En áhugasamur þó, þar sem framundan er er stór Alþjóðráðstefna blindra og sjónskertra í Gefn í ágúst n.k. Líka er RP-alþjóðaráðstefna í byrjun júlí.. bíð ég spennt eftir henni og fá að heyra um þær nýjungar sem eru í gangi gagnvart mínum sjúkdómi.

Enginn var símiðinn í gær.Frown Skil ekkert í því hvers vegna kennarinn verður veikur sisvona. Mér finnst að hann ætti bara að vera veikur hina daganna sem víð erum ekki. Tounge En ætli við fyrirgefum honum ekki, hann er svo iðinn og góður kennari, ekki vantar þolinmæðina þegar við erum annars vegar.Cool

Það liggur við að ég sé að gifta eitt af mínum börnum. En svo er ekki, en samt er það systursonur minn sem er að fara að gifta sig næsta laugardag. Það er búið að ganga frá veðrinu en baksturinn er enn eftir og þar kem ég inn í málið.  mun ég sjá um  4 perutertur og tvær stórar brauðtertur. Svo þið hafið hugmynd um stærð brauðtertunnar þá er hún 38x30 cm. ÉG vann við að skreyta brauðtertur og snittur í ein 5 ár einu sinni, af þeirri reynslu bí ég vel af. Núna seinni árin ábyrgist ég ekki fingur eða neglur í salatið eða skreytingu. Grin 

Heyrumst síðar. Þarf að fara baka botnanna. Wizard


Skemmtilegir dagar.

Hverjum hefði grunað það að gaman væri að vera í bás og kynna væntanlega leiðsöguhund og sjálfan sig í leiðin sem væntanlegan notanda. Þetta var hreint og bein æði. En þreytt var ég eftir daginn. Tærnar settar upp í loft og prjónað og dottað í leiðinni.

Margir lögðu leið sína í bás okkar og fengu dagatal og bækling um væntanlegaP3010643 leiðsöguhunda og þetta verðuga verkefni Blindrafélagsins. Eftir hádegi komu Derek  kom með Miller hund sinn frá Akureyri og Friðgeir með Erró sinn úr Reykjavík. Erró sem þjálfaður var hér heima er orðin 10 ára og er að fara á eftirlaun, en Miller er 5 ára og kom í október s.l. til landsins frá Bretlandi. Þeir tveir vöktu mikla athygli gesta og gangandi. Hér sjáið þið þá tvo saman. Mynd til hægri.  Skapaðist skemmtilegar umræður um væntanlegu leiðsöguhunda sem eru að koma. En kona sem kom að bás okkar og ég bauð henni dagatal hún þáði það og sagði allt í einu "ég var einmitt að leita að bás ykkar" Hún sagðist fá tár í augun að tilhugsun um fjölgun leiðsöguhunda hér á landi, vonast hún til að þetta opni samfélagið fyrir þeirri þörf að blindir og sjónskertir fái frelsi til að geta farið þangað sem þeir vildu án fordóma. Wink Já þetta verður barátta. En hvert skref sem opnast er af hinu góða. En mótstöðu eigum við líka eftir að mæta þó það hafi verið einn hér í ein átta ár. Því t.d. ég mun fara með hann í strætó og það mun skapa umræður (vona af því góða). En ferðafrelsi án þess að hengja sig á fjölskilduna er yndisleg tilhugsun. Jæja þá að básnum aftur. Hér að neðan er ég í básnum og vinstra megin við mig sjáið þið hin fræga bleika staf í ljóma ljóssins. (endurskín) og svo mynd þegar Friðgeir og Derek voru nýlega komnir til okkar. P3010001P3010641Eins og þið sjáið þá vorum við líka með flatskjá í bás okkar sem rúllaði efni frá ferð okkar til Noregs frá maí 2007 og í enda þess  kom mynd af hefnd leiðsöguhundsins. Margir komu og gaman hafði ég af þessu, átti alls ekki von á því. En þegar fólk er svona skilningsríkt og yndislegt er ekki hægt að búast við öður. Eitt vakti athygli mín. Tel ég að þó nokkrir hafi haldið að ég væri full sjáandi þar til ég fór að labba um svæðið með Bleika stafinn minn. Það var einn krakki sem spurði hvort ég væri blind. Ég hló og sagði þeim að ég væri sjónskert þess vegna væri ég með staf. þá kom O, hélt að þú værir ekki blind. Joyful það er gaman af því sem börnin velta fyrir sér og að þau þora að spyrja.Cool 

Þessi helgi að kynna okkur og væntanlegu leiðsöguhunda hefur gefið mér meiri sjálfstraust. Vil ég þakka ykkur fyrir sem komu og hrósuðu þessu verkefni Blindrafélagsins. Smile Takk, Takk. Nú er bara að bíða fram að 30 ágúst eftir samþjálfuninni.

Frétti af því að myndasmiður okkar frá Noregsferðinni væri á leið til Noregs í næstu viku til að taka mynd af þeim hundum sem koma til landsins. Tounge Vona að þá fáum við nöfn, liti og endanlega hvaða tegund þeir eru.. Heyrumst síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband