Ég sagði upp...

Nú set maður niður og byrjar að skrifa. Það er erfitt að komast í gang aftur eftir páskafríið. Þegar börnin fóru í páskafrí, fór ég með þeim í frí. Eða hélt ég. Wink Þann 15 mars átti stóra stelpan mín afmæli. 20 ára er hún nú. Haldin var veisla og komu gamlir og nýir skólafélagar og vinir hennar. Þegar við vorum að undirbúa hvað ætti að vera í veislunni sagði hún að pitzzusnúðar ættu að vera. Þá sagði ég, eru þau ekki enn vaxinn upp úr þeim. Þá hló hún. En á boðstólnum var laxabrauðterta (rúllu gott að skera í sneiðar) kjötbollur m. sósuídýfu snakk og hinu frægu pitzzusnúðar. Jæja þá koma gestirnir með þemað HÖFUÐFAT. Skrautleg höfuðföt voru helgið og spurt hvernig datt þér þetta í hug. Hlegið og skarfa. En þegar þau fóru í syngstar lá við að við hjónin myndu hlaupa út. En við héldum aftur af okkur þar sem við settum veitingarnar inn á borð. Reyndar var ég að baka snúðanna. Nýbakaða skulu þau fá þá hjá mér. Eftir kvöldið hum nóttina kom í ljóð að það sem kláraðist var að sjálfsögðu hinu einu sönnu pitzzusnúðar. Tounge Spurning er HVENÆR ætli þau vaxi upp úr þeim.  En eins og öll partý endaði þetta í eldhúsinu hjá mér. Cool

Daginn eftir var farið að skúra og hafa allt fínt fyrir páskanna. Þegar ég skúra fer ég nokkrar ferðir yfir sama svæðið svo ekkert verði eftir. Ofsa glöð var ég með sjálfa mig eftir skúringarnar. Þá kom miðdóttirin og sagði vera kusk á gólfiðnu. Ekki vildi ég hafa það þar og náði í rykmoppuna. Fór ég nokkrar umferðir með hana. Nú hlýtur gólfið að vera hreint. En þá kom bóndinn "það er ló á gólfinu. Þá féllust mér allar brýr. Ég sagði upp ræstingum á heimilinu. Crying Sú uppsögn er ekki tekin gild þar sem um æviráðningu var um að ræða.W00t En samt er búið að reka mig í veggjamálun og rafmagnsheflun.  Þegar ég mála er allt annað málað líka. Ekkja spyrja hvernig ég fer að því. En einn góðan dag var ég að taka eldhúsborðið mitt í gegn. Sandpappír var ég með og ekkert gekk að reyna laga það, á endanum fór ég og sótti rafmagnshefilinn. Skoðaði hann í bak og fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að í lægstu stöðu var hann í. Þá er að hefjast handa fyrsta umferð allt í lagi, umferð 2 sá ekki alveg hvað ég var að gera en hélt áfram ánægð með afköstin, þangað til ég fór að strjúka borðið Crying Ég var kominn niður í gegnum spóninn. Þegar bóndinn kom heim varð hann orðlaus en sagði þó þér er sagt upp, rafmagnsverkfæði kominn á bannlistan. Tounge Stelst enn í rafmagnsborvelina. en annað ekki. Hann hótaði að setja slagbrand og hengilás á hurðina inn í bílskúr. Devil Enn í dag er borðið svo fínt með nýrri límtrésplötu ofan á fótunum gömlu. Það er miklu fallegri en það var. Nú vitið þið hvað þið eigið að gera til að fá nýja hluti. LoL 

páskarnir voru ljúfir og góðir með öllu sýnu góðgæti en og gerist og gengur. En málsháttur minn var  "Ástsæll er ólatur maður." Á þetta vel um minn mann. InLove  Sjáumst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband