15.8.2008 | 21:12
Leiðsöguhundurinn og ég verðum eitt eftir 15 daga.
Nú styttist í samþjálfunina hjá mér og Asítu. Bara einir 15 dagar eftir. Þetta styttist óðum. Fyrstir sem verða varir við okkur eru Sellfossingar. Því þar munum við byrja í samþjálfunin. Það er kannski gott að byrja þar, því ég er þar oft á sumrin eða næstum því, upp í sumó en maður þarf að versla á Selfossi. Fyrstu viðbrögð samfélagsins verða þar. Spennandi verður að sjá þau. En mín félagslega einangrun er senn að ljúka. Asíta og ég verðum eins og skuggar hvors annars. En ég vil biðja ykkur kæru lesendur að taka okkur með opnun hug. Miklu skiptir að telja fyrst upp á tíu og svo segja það sem í þér býr, það er að segja ef þú þarft að gagnrýna.
Undanfarinn 9 ár hefur eingöngu verið einn leiðsöguhundur hér á landi. Sá er nú falli frá en í stað eins verða þeir 5. Þó að þeir séu fjórir að koma nú þá er einn á Akureyri frá því í fyrra haust. Og í beinu framhaldi þá verða 7 leiðsöguhundar hér á landi næsta haust, því það eru 2 væntanlegir þá.
Ég var að heyra sögur af hundunum. Exo er fjörkálfur. Það má segja það satt, hann er stærstu í hópnum, búr hans var opnað og talað var við hann. Ekki hreyfði hans sig en þegar kallað var til hans "ætlaður ekki að koma" var hann fljótur til. Var hann svo kátur að yrt var á hann. Asíta er eins og hefðarfrú sest niður og biður eftir "hvað get ég gert fyrir þig" húsbóndi.´HLæja allir eru þeir fallegir á því er engin vafi. Í lokin var þeim gefið að borða þá skalf Exo eins og hann hafði ekki fengið matarbita. Þannig að Exo gerir líklega allt fyrir mat. Gaman verður að sjá þau hér á landi í daglegum athöfnum.
Jæja nú er bara að fara að sofa þar sem kl. er orðin 23 hér í Sviss. Nú er Alheimsþing blindra og sjónskerta hér í Gefn. Veður gott og allt fallegt. Maður þarf að vakna snemma þar sem Kvennaþingið er fyrstu 2 daganna. En ég er væntanleg heim þann 23 ágúst og þá er vika í Asítu mína. Góða nótt heima á fróni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl Lilja. Já, nú fer aldeilis að styttast í samþjálfunina. Þetta verður gríðarlega spennandi, strembinn,skemmtilegur og gefandi tími. Veit af eigin reynslu að þú átt eftir að upplifa dálítinn tilfinningalegan rússíbana, en það er svo gríðarmargt að upplifa á svona námskeiði. Mikið hlakka ég til að fylgjast með ykkur næsta árið, með þinni elju, ákveðni og jákvæðu hugarfari er ég viss um að samstarf ykkar Asitu verður til fyrirmyndar. Ekki er hægt að hugsa sér betri og tryggari vin en leiðsöguhundinn. Mikil vinna ykkar fyrsta árið skilar sér í stórauknu ferðafrelsi og sjálfstæði.
Helena (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 08:44
Takk Helena. Ekki spurning að þessi tími tekur á. Enda er ég fegin að börnin eru í skólanum fram til kl. 2 þá höfum við Asíta tíman fyrir okkur. Takk aftur Elsku vinkona
Lilja Sveinsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.