16.5.2008 | 11:38
Spriklandi spik, veitingarstaður, landsöfnun og nýr formaður.
Hver sagði það að allt væri í lagi.? Jæja það er rétt. Núna og næstu vikur er átak á mínum bæ. Þetta gengur ekki lengur að halda svona fast í spikið sitt. Nú mun ég gefa það til vinstri og hægri. Ef þú lesandi góður langar í smá, hafðu þá samband og ég gef þér að vild. Svo bætir maður hreyfingunni inní líka. En þegar maður er sjónskertur þá er það bæði kostur og galli að vera sjónskertur. Gallinn er sá að maður getur ekki fari eins hratt yfir á ókunnum slóðum. En kosturinn er sá að maður þarf að labba út í búð til að versla, það þýðir meiri hreyfing, í stað að druslast á bíl. Þá væri ég ansi hrædd um að spikið væri mun meir. En hinir gallarnir skulum við ekki tala um núna. Þetta er besti tími ársins. Það er að vera bjart allan sólarhringinn, þá sér maður á kvöldin eins og hinir eða þannig sko.
Í gærkveldi var minn síðasti sukkdagur. Kvennadeild Blindrafélagsins fórum út að borða á veitingarstaðin Lauga-ás. Með þessum stað get ég sko mælt með. Í fyrra fórum við á Hereford steikhús, ekki og Rauðará árið þar á undan. Hereford mæli ég ekki með en Rauðará mæli ég með. En samt bar af Lauga-ás, afbragðs matur og ekki slæmt að verðið var mjög gott þar. Þannig ef pyngjan er ekki þung en manni langar út að borða, farið þá á Lauga-ás. Þar fáið þið mjög góðan mat á viðráðalegu verði. Ef þú ferð lesandi góður þá verði þer að góðu
Á laugardaginn munum við í Blindrafélaginu kjósa okkur nýjan formann, og nýtt blóð í stjórnina. Það verður spennandi að sjá hver fer inn. En um hádegið á morgun mun Lionshreyfingin afhenda okkur þá aura sem söfnuðust í landsöfnunin í apríl s.l. vil ég þakka hverjum og einum ykkar sem lögðu okkur lið, kærleg fyrir stuðninginn.
En nú er komið að lokum í dag, á morgun upplýsi ég ykkur hversu mikið safnaðist og hverjir komast í stjórn og varastjórn og hver nýi formaðurinn er. Ég bauð mig fram i varastjórn ? með mig líka. Læt ykkur vita. Kveðja í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.