Tíminn flýgur áfram en hvert ?

Nú um helgina mun frumburður minn vera 20 ára. Ég skil ekkert í þessu þar sem ég er ennþá 21Halo  Hvað var um öll þessi ár sem liðinn eru? Mér finnst eins það hafi verið í gær sem ég átti hana. En maður verðu að viðurkenna það, árin fljúga áfram. Enda held ég að það sé á því goða. Ef tíminn hafði verið svona fljótur að líða þegar maður var krakki að bíða eftir jólunum sérstaklega og páskunum. þá var eins og klukkutímarnir væru eins og dagar. En það var þá. Börnin hafa hjálpað manni að láta tíma líð. En ég er ánæg með að dóttir mín er að ná mér, eftir 2 ár verð ég yngri en hún.Wink

Í gær kom kona að taka viðtal við mig. Þar sem ég þekkti til hennar bakaði ég gömlu góðu marmarakökuna sem var í bókinni "Unga fólkið og eldhússtörfin!" Bókin mín er að fara í frumendir en vit hafði ég, nú er ég að velrita hana upp svo ekki glatist hún frá mér. Enda kemur það sér vel því ég stækka letrið svo ég þurfi ekki að vera með nefið ofan í bókinni.

Góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband