Það styttirs í tíman að félaginn minn fjórfætti kemur

Það er 171 dagar þangað til samþjálfunin byrjar. Á mínum bæ er talið niður og ég minnt á hversu margir dagar eru þanngað  til ég og minn svarti Labrador byrjum samþjálfunina saman. Það kvíslaði að mér fugla að allir (þessum fjórum) hundarnir eru svartir, tel ég að öll þau skref sem komast nær deginum góða vera áþreifanlegri. Fyrsta skrefið var dagsetningin um komu þeirra og svo nú litin á þeim. En næsta skrefið er að vita kynið og nafnið á félaganum mínum. Nú horfi ég á dagatalið frá Leiðsöguhundaskólanum og lít á alla svarta Labradoranna og hvað þeir heita. Ætli einn af þeim lendi á Íslandi það er aldrei að vita. Þeir sem eiga dagatal sjá að í febrúar er hann Neon, Thomas er í september og þar er það upp talið bara 2 Blush jæja tveir eru betri en enginn.Smile Svona er lífið, með spennu og væntanlegri gleði á mínum bæ.

 

Hann er týndur.

'i gær var ég ekki með sjálfri mér. Einkvað utan við mig. Dagurinn byrjaði á gleði. Pakkinn minn var kominn til landsins með blindraletursúrinu mínu plús tvo smáhluti. Þetta náði ég upp á stórhöfða. Eftir hádegi fór ég á fund niður í Blindrafélagi þar sem auglýsingu þurfti að gera fyrir Kvennadeildina. Sýndi ég stelpunum sem á fundinum voru úrið fína með perlu ólinni. Það er nefnilega ekki til svona fín úr hér á landi með blindraletri. Leist þeim vel á. Þar sem ég átti erindi upp á Sjónstöð Íslands sýndi ég þeim úrið líka. Nú er spurning með hvort þau panti 1 eða 2 slík til að selja hjá þeim. Finnst mér það þess virði svo við sjónskertu eða blindu getum verið fín jafnt og aðrir. Hér´á neðan sjáið þið úrið mitt góða. Skildi ég eftir hjá þeim  á Sjónstöðinni gömul gleraugu frá ömmu minni heitinni og líka sem tengdó hafði látið mig hafa til að ganga áfram til þeirra sem minna eiga. Smile

Thirty Pearly Braille Watch With Pearl BraceletÁ niðurleið (5 hæð að 1) kom ég við á skrifstofu Blindrafélagsins með auglýsinguna og monta mig meira. Þar sem ég var á leið í smíði og beið eftir leigubílnum. Það sem komið var af deginum var síminn alltaf að hringja. W00t  Það telst til undantekningar að hann hringi svona mikið. En bíllin kom og af stað lögðum við að fara sinna kirkjubyggingunni aftur. Ég var spurð hvort hún ætti að vera lútersk eða kaþólsk, miðað við lagið á henni er hún Lútersk. Miklar samræður voru hjá okkur þann fyrsta hálftímann sem kominn var af tímanum, er ein spurði mig um bæ sem foreldrar mínir áttu fyrst heim þegar þau fluttu suður. Ákvað ég að hringja í þau og viti menn síminn minn var hvergi enda hafði hann þagað alla leiðina frá Blindrafélaginu. Jæja þá var að hugsa hvar er hann? Fékk ég að hringja hjá smiðakennaranum í dóttir mína. og hún hringdi niður í félag hvergi fannst hann. Whistling Nú var að leggja höfuðið í bleyti ekki dugði að hringja í hann því ekki var svarað. En á leið heim datt mér í hug leigubíllin. Þar sem að tilviljun var það bróðir vinkonu minnar sem keyrði hringdi ég í hana og bað að kanna hjá honum hvort síminn væri í bíl hans. Jú að sjálfsögðu var hann þar en í Keflavík var hann kominn og kæmi ekki í bæinn fyrr en á morgun, en það hefur eitt gott í för sinni, vinkona mín er búinn að vera á leiðinni til mín lengi þannig að síminn fer til hennar og þaðan til mín. Þannig að síminn og vinkona mín koma í kvöld til mín. LoL
Gekk allt vel.
Nú er brúðkaupið að baki. Allt gekk vel og ekki urðu neinar neglu né fingur í tertunum. Það er svo skondið að brúðhjónin eru að tengja tvær góðar fjölskyldur saman. Móðir brúðarinnar var góð vinkona elstu systir minnar, sú næsta var og er vinkona næstelstu systur minnar og sú yngsta er æskuvinkona mín enda var mikið spjallað saman einu sem voru utangarðs í veislunni voru ættingjar löðurs brúðar og brúðguma. Allir aðrir voru sem fjölskilda, enda var farið að skipuleggja vesturbæjarmót Hafnfirðinga frá okkar uppeldis árum þar sem allir léku sér saman. Vonast er til að það veri í sumar, þar sem tvær koma frá Ameríku úr vesturbæjarklíkunni. Tounge 
Heyrums síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Sveinsdóttir

Já ef hann verður eins og Fönix og Valintíno. Þeir eru algjörar perlur. Efa ekki um að minn veri ennþá betri. Já ég man eftir honum. Mér fannst hann vera svo líkur honum Óla Þór. Gaman að heyra að hann sé að fá leiðsöguhund. Hin hliðin, minn hlýtur að koma úr L goti.  ha,ha

Lilja Sveinsdóttir, 14.3.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband