5.3.2008 | 21:33
Ábyrgist ekki fingur né neglur.
Þessi vika byrjaði með fundi. Ekki af verri endanum. En áhugasamur þó, þar sem framundan er er stór Alþjóðráðstefna blindra og sjónskertra í Gefn í ágúst n.k. Líka er RP-alþjóðaráðstefna í byrjun júlí.. bíð ég spennt eftir henni og fá að heyra um þær nýjungar sem eru í gangi gagnvart mínum sjúkdómi.
Enginn var símiðinn í gær. Skil ekkert í því hvers vegna kennarinn verður veikur sisvona. Mér finnst að hann ætti bara að vera veikur hina daganna sem víð erum ekki. En ætli við fyrirgefum honum ekki, hann er svo iðinn og góður kennari, ekki vantar þolinmæðina þegar við erum annars vegar.
Það liggur við að ég sé að gifta eitt af mínum börnum. En svo er ekki, en samt er það systursonur minn sem er að fara að gifta sig næsta laugardag. Það er búið að ganga frá veðrinu en baksturinn er enn eftir og þar kem ég inn í málið. mun ég sjá um 4 perutertur og tvær stórar brauðtertur. Svo þið hafið hugmynd um stærð brauðtertunnar þá er hún 38x30 cm. ÉG vann við að skreyta brauðtertur og snittur í ein 5 ár einu sinni, af þeirri reynslu bí ég vel af. Núna seinni árin ábyrgist ég ekki fingur eða neglur í salatið eða skreytingu.
Heyrumst síðar. Þarf að fara baka botnanna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.