Skemmtilegir dagar.

Hverjum hefði grunað það að gaman væri að vera í bás og kynna væntanlega leiðsöguhund og sjálfan sig í leiðin sem væntanlegan notanda. Þetta var hreint og bein æði. En þreytt var ég eftir daginn. Tærnar settar upp í loft og prjónað og dottað í leiðinni.

Margir lögðu leið sína í bás okkar og fengu dagatal og bækling um væntanlegaP3010643 leiðsöguhunda og þetta verðuga verkefni Blindrafélagsins. Eftir hádegi komu Derek  kom með Miller hund sinn frá Akureyri og Friðgeir með Erró sinn úr Reykjavík. Erró sem þjálfaður var hér heima er orðin 10 ára og er að fara á eftirlaun, en Miller er 5 ára og kom í október s.l. til landsins frá Bretlandi. Þeir tveir vöktu mikla athygli gesta og gangandi. Hér sjáið þið þá tvo saman. Mynd til hægri.  Skapaðist skemmtilegar umræður um væntanlegu leiðsöguhunda sem eru að koma. En kona sem kom að bás okkar og ég bauð henni dagatal hún þáði það og sagði allt í einu "ég var einmitt að leita að bás ykkar" Hún sagðist fá tár í augun að tilhugsun um fjölgun leiðsöguhunda hér á landi, vonast hún til að þetta opni samfélagið fyrir þeirri þörf að blindir og sjónskertir fái frelsi til að geta farið þangað sem þeir vildu án fordóma. Wink Já þetta verður barátta. En hvert skref sem opnast er af hinu góða. En mótstöðu eigum við líka eftir að mæta þó það hafi verið einn hér í ein átta ár. Því t.d. ég mun fara með hann í strætó og það mun skapa umræður (vona af því góða). En ferðafrelsi án þess að hengja sig á fjölskilduna er yndisleg tilhugsun. Jæja þá að básnum aftur. Hér að neðan er ég í básnum og vinstra megin við mig sjáið þið hin fræga bleika staf í ljóma ljóssins. (endurskín) og svo mynd þegar Friðgeir og Derek voru nýlega komnir til okkar. P3010001P3010641Eins og þið sjáið þá vorum við líka með flatskjá í bás okkar sem rúllaði efni frá ferð okkar til Noregs frá maí 2007 og í enda þess  kom mynd af hefnd leiðsöguhundsins. Margir komu og gaman hafði ég af þessu, átti alls ekki von á því. En þegar fólk er svona skilningsríkt og yndislegt er ekki hægt að búast við öður. Eitt vakti athygli mín. Tel ég að þó nokkrir hafi haldið að ég væri full sjáandi þar til ég fór að labba um svæðið með Bleika stafinn minn. Það var einn krakki sem spurði hvort ég væri blind. Ég hló og sagði þeim að ég væri sjónskert þess vegna væri ég með staf. þá kom O, hélt að þú værir ekki blind. Joyful það er gaman af því sem börnin velta fyrir sér og að þau þora að spyrja.Cool 

Þessi helgi að kynna okkur og væntanlegu leiðsöguhunda hefur gefið mér meiri sjálfstraust. Vil ég þakka ykkur fyrir sem komu og hrósuðu þessu verkefni Blindrafélagsins. Smile Takk, Takk. Nú er bara að bíða fram að 30 ágúst eftir samþjálfuninni.

Frétti af því að myndasmiður okkar frá Noregsferðinni væri á leið til Noregs í næstu viku til að taka mynd af þeim hundum sem koma til landsins. Tounge Vona að þá fáum við nöfn, liti og endanlega hvaða tegund þeir eru.. Heyrumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Sveinsdóttir

Við vorum algjörar stjörnur og örugglega fáum við meistaratitil á næstu sýningu.  Hitti systir hennar Hafdísar blogg vín þinn. Hún fylgist líka með þér.

Lilja Sveinsdóttir, 5.3.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband