6.1.2008 | 21:55
Haltu mér, slepptu mér.
Jæja nú er þrettándinn og nágrannarnir líklega að klára að skjóta upp síðustu leifum af flugveldum sem ekki var hægt að skjóta upp á gamlárskvöld. En eins og hvað þetta getur verið hvimleitt er þetta samt fallegt. Nú bíður manns að fara að taka niður jólaskrautið. Það er best að læðast um í skugga morgunsins og pakka öllu niður, meðan börnin eru í skólanum. Það verður allt tómlegt og leiðarlýsing mín horfin. En sem betur fer eru einhverjir sem skilja útiljósin eftir kveikt fram í febrúar og þá sér maður hvar þau hús eru enn þó önnur hverfa. Svona eru hátíðarnar með öllum sínum kostum og göllum. Haltu mér slepptu mér er rétta orðtækið við þessu.
Þann 16 janúar munu koma til landsins Yfirhundaþjálfarinn og framkvæmdarstjóri Hundaskólans í Noregi Þau eru að fara að taka út Einangrunarstöðina í Reykjanesbæ og líka aðstöðuna þar sem samþjálfun okkar verður með væntanlegum blindrahundum. Þau koma líka að heimsækja okkur 4 sem fáum hunda og kanna þær helstu gönguleiðir sem við förum upp á val með samþjálfuninni í okkar umhverfi. Þar sem áætlað er að hundarnir koma í september þýðir það nú heil meðganga þangað til (9 mánuðir). Hum....... mig langar í niðurtalningu á síðuna fyrir einhverja viðburði hjá manni. En tilhlökkun að fá hjálparhund er mikil. Ég finn að ég er farin að einangra mig meira eftir að sjónin fór að fara þegar dimmt er orðið úti. já eins og er á þessum tíma. En svona er lífið.
1.1.2008 | 15:06
Gleðilegt ár, takk fyrir það gamla. :o)
Svona er það. Áður en maður veit af er komið nýtt ár. Hvað varð af því sem eftir var að því síðasta. Mér finnst ég rétt vera búinn að skrifa síðasta blogg, en það er liðinn margir dagar. Frá því ég skrifaði síðasta blogg hef ég eignast litla frænku. Hún er algjör dúlla og ég á von á tveim frænkum í viðbót á árinu 2008. Eina núna fyrstu vikuna í janúar og hin á að fæðast seinnihlutann í mars. Þetta er algjör stelpu fjölskilda. Af þeim 10 sem fædd eru eru 2 strákar í mars verður hlutfallið 10 á móti 2. En hver veit þetta getur allt breyst.
Ég gerði þær breytingar í lífi mínu að hætta að vinna nú á nýju ári allavega tímabundið meðan ég er að taka mig í gegn. Sjónin heftur versnað á þessu eina ári sem liðið er. Það síðasta bakslag kom nú í byrjun desember. En svona er lífið og fylgikvillar í sjúkdómi mínum. Þess vegna ætla ég að takast á við mig og mínar aðstæður. Ég dáist af einni vinkonu minni sem er sjónskert líka og sér mun ver en ég. Hún er lærimeistarinn minn. Ég held að ég þurfi að vera hjá henni í viku til að læra af henni í kvívetnaði. Hún hefur fleiri djöfla að draga en sjónina en er í fulli fjóri ennþá í félagsmálum . Ég sæki þó nokkuð af styrk mínum til hennar. Ég er stolt af henni. H það er þú. Ég mun koma aftur í fullu fjöri eftir meðhöndlun mína á mér. Ég held að mér hafi tekist að láta myndbandi inn af Ástölunum í Flórída.
10.12.2007 | 16:12
Skrifa of sjaldan held ég
Í gær er ég var að reyna að setja inn myndirnar gekk það ekki alveg þrautalaust fyrir sig, á endanum gafst ég upp og fór að sofa. En nú er ég búinn að eyða 1 tíma í að setja myndirnar og myndbandið inn og ég held að það hafi tekist. Verði ykkur að góðu. Held að myndbandið sé enn í ólagi en reyni að bæta úr því við fyrsta tækifær. En er þetta ekki flott fötuneyti.
10.12.2007 | 01:10
Flórída og Jólaskemmtun
Með því fyrsta sem maur skoðaði er jólaskreyting sem nágrannar systir minnar var búinn að setja upp. Systir mín var ekki búinn að skreyta hjá sér þar sem framkvæmdir á heimilinu hafa gegnið fyrir. Enda er hún mjög seina þetta árið að skreyta hjá sér. Fólkið byrjar að skreyta eftir þakkargjörðar daginn. Ætla að reyna að setja inn video frá Áströlunum. Maður verðu alveg vitlaus að geta ekki bloggað með íslenskum stöfum. í Flórída ætlaði ég að blogga í tölvu systir mínnar, en viti bændur hún er að sjálfsögðu með enska lyklaborðið, hún kann ekki að breyta því yfir á móður málið hennar hvað þá ég. Held að það sé kominn tími til að læra það. En það var gott að baka sig í sólinni og vera étinn í leiðinni. Ég þurfti nú að forða mér undan þeirri gulu líka, því sólarexemið var farið að gera vart við sig enda gleymdi ég lyfinu heima. Flestir dagarnir voru heitir allt að 38 stig en það var líka kalt sumar næturnar, þá fór hitinn í 10 gráður og þá er kalt. 2 morgnar voru kaldir meira að segja fyrir okkur Íslendinganna. Það var kátt hjá okkur við að hrella systir mína og mág. Mágur minn var farinn að forna höndum við að sjá allt draslið sem fylgdi innkaupum okkar. Hann sagði að þetta væri samanlagt allt rusl hans fyrir árið. haha. En svona er það þegar við komumst í kaupvímu. Systir dóttir mín vildi fá að sofa á milli mín og bóndans, en við sögðum að hún mundi mara kremjast á milli okkar. Hún var fljót að redda því sagði að bóndinn ætti að sofa hjá afa hennar og ömmu en hún hjá mér það var hlegið mikið af þessir athugasemd hjá henni. Þessi vika veiti mér smá gálgafrest. Þar sem sólin hér sést seint og sest snemma, fékk ég að njóta þess að vera í birtu frá því maður vaknaði og til 18 á daginn. En samt er alltaf gott að koma heim og sofa í sínu eigin rúmi og með sinn eigin kodda, sem gleymdist heima.
Á laugardaginn fór ég með hálfum huga (var veik um nóttina ælandi með soninn og yngri dótturina ásamt vinkonu hennar á jólaskemmtun og föndur á vegum Foreldrafélags Blindrafélagsins og Blind börn á Íslandi. Megnið af föndrinu var étið, að sjálfsögðu voru það piparkökur málaðar. Skemmtiatriðin voru ekki af verri nótunum, Páll Óskar, Hara systur og jólasveinn sem vissi ekki nafn sitt. börnunum til mikillar hugarangurs. Byrjað var á föndri, svo kom Páll Óskar með 3 lög, Hara systur og Sveinki tróðu lika upp 3 atriði. Í lokin gaf Sveinki krökkunum nammipoka og pakka sem var rifin upp í snatri. Hafði ég gaman af syninum því hann var svekktur að ekki væri þetta jóladiskur en sáttur var hann samt. Set inn nokkrar myndir af af stelpunum og vinkonu, vinkonu dóttur minnar ásamt Páli Óskari og líka mynd með Hara systurm.
26.11.2007 | 23:01
Spenna í loftinu....
Á morgun er skemmtilegur dagur hjá mér. Undirbúningur á fullu.. Skildi þetta allt takast hjá mér að láta alla enda ná saman. Auðvita! ég er kraftakvendi. haha. Þessa stundina (fyrir utan áð taka pásu og vélrita hér) er ég að hengja upp jólaskraut börnun til mikillar gleði. En ég er líka að pakka niður, nú er förinni heitið til systir minnar í henni stóru Ameríku. Þar ætla ég að halda upp á brúðkaupsafmælið mitt. Við hjónin pöntuðum miðann okkar í síðustu viku. Börnin verða heima með tengdó og mákonu mína sem gæsluaðila. Spennan við að fara svona með stuttum fyrirvara er bara algjört æði. Nú fær viðhaldið mitt virkilega á láta reyna á sig í nýju umhverfi. Það helsta vandamál hjá mér núna er hvaða staf á ég að taka með mér? Bleika eða hvíta? ákveð það á morgun, bara að ég gleymi honum ekki eina og ég gerði eitt skipti haha. það var skondið að gleyma stafnum við útidyrnar í fullri reisn. Það mun ekki gerast aftur. En nú ætla ég að fara að halda áfram að pakka svo maður hafi eitthvað til skiptana. Bless í bili.
21.11.2007 | 22:33
Hitt og þetta......
Maður veit ekki hvort maður á að brosa eða gráta, jæja maður grætur með rigningunni og brosir með frostinu, eins og sonur minn sagði um daginn (brosið á mér fraus) það mátti segja það því kuldinn var mikill af völdum vinds. En nú er komið 2 stiga frost og ég á leið í heitapottinn. Það er yndislegt að fara í pottinn í svona veðri, jafn kalt og maður er á leið út í hann er maður vel heitur inn af beini þegar maður kemur uppúr.
Í dag fór ég í dýraland systir minnar. Hún á 3 cairn terrier + 2 hvolpa og 2 chua + 2 hvolpa og eina kisu. Það var æðislegt að leika við hvolpana og mömmur þeirra. Kisa er athyglissjúk og vill vera inn á öllum myndum sem teknar eru. . Ég mun setja inn myndir af þeim við fyrsta tækifæri. Ég fór í klippingu dag og pantaði far fyrir bóndann (svo hann komist með mér) til Flórída. þar ætlum við að dvelja hjá systir minni. Við erum nefnilega svo rík að eiga 20 ára brúðkaupsafmæli þann 5 des. og erum einn jafn ástfanginn.
Þessa daganna er ég að prjóna barnaföt fyrir væntanleg framtíðar barnabörn mín, þar er að segja ef ég fæ einhver þá. . Hvert af börnum mín fær bæði stelpu og strákasett, þegar þar að kemur. Mig langaði svo að prjóna útprjóns mynstur meðan ég hef enn einhverjar sjónleifar. Ég er búinn að prjóna 2 húfur af sex. Svo verður prjónað peysur, sokkar og vettlingar, allt í stíl Þegar ég er búinn með eitt sett skal ég setja inn mynd af því. Enn minnið mig á samt.
Nú er potturinn tilbúinn og ég farinn út í kuldannnn og ofan í heitan pottinn. bless í bili
18.11.2007 | 11:53
Viðhaldið mitt.
Nú eru þeir daga að koma sem maður þarf að treysta á viðhaldið, í einu og öllu. Ég hengi mig á hann daginn út og inni, ef ég er annarstaðar en heima, að sjálfsögðu. Hann hefur gagnast mér ofsalega vel á neyðarstundu og þegar maður er þurfandi fyrir hann. En afleiðingarnar getur verið rosaleg ef maður gleymir honum. Maður spennist allur upp ef hann er ekki með. En sem betur fer er það tilfallandi ef maður gleymir honum. Þá hengir maður stig á börnin greyið þau, eða á þá sem eru með manni í það og það skipti. Að sjálfsögðu er viðhaldið mitt enginn annar en blindrastafurinn minn sem fer með mér um allt. Með því að nota hann labbar maður beinn í baki. Ég hef gert gín af sjálfri mér, þegar ég notaði stafinn ekki eins mikið en var hokin í baki við að rýna, komin með góða vöðvabólgu o.s.f. En við þurfum að huga að réttri og meðvitaðri líkamsstöðu. Nú stendur manni til boða að fá líkamsræktarkort með afslætti, maður ætti nú að slá til að styrkja sig og vera flott fyrri sumarið. Enda þarf ég að byggja upp þrekið áður en hundurinn minn kemur í september´08. Mikið hlakka ég til að fá hann/hana og vera sjálfstæðari. Hum já þá á ég tvö viðhöld úll la la. ekki eru allir svo heppnir að eiga opinberlega, 2 viðhöld, en það er ég híhí .
4.11.2007 | 22:11
Mína sjón
Til eru margar gerði af sjúkdómi mínum sem kallast sjónfreknusjúkdómur eða Retinitis Pigmentosa (RP) annað nafn. Flestir sem fá RP fá það sem við köllum rörasjón, en hjá mér fér miðjan fyrst. Enn öll eigum við það sameiginlegt að sjá ekkert í myrkri. Hér að neðan sjáið þið sjón mína. Enn þessi flekkur minkar alltaf meira og meir, svona er lífið.
4.11.2007 | 21:47
Auðvita horfir maður....
Undur og stórmerki gerðist föstudagskvöld Þannig vildi það til, á föstudeginum fórum við hjónin ásamt tveimur börnum okkar og vinkonu dóttur okkar, upp í sumarbústað eina nótt. Það var vetrafrí hjá grunskólabörnunum. Krakkarnir vildu ekki fara með okkur út í heitapott. Ekki fórum við í fýlu yfir því. En þar sem ég sé ekkert í myrkri hafa öll ljós alltaf verið kveikt. Bóndinn sagði mér að stjörnur væru á himninum og það slatti. Var ég ólm í að slökkva ljósin (lét krakkana vera með kerti inni.) og öll ljós úti líka slökkt. En hann trausti kom sér vel eins og vinkonan mín segir oft, en bóndinn þurfti að reyða sig á vasaljós á leið út í pott. Eftir nokkra stund í aðlögun í myrkrinu SÁ ég þær einar 4 í einu. Ég grét af gleði. Það eru ár og aldir síðan ég gat séð meiri en 1 stjörnu (það er ef ég sé þær þá) Enda í dag og í gær laugardag var ég með hálsríg eftir að horfa upp í himininnnnn. En svona er lífið. Auðvita horfir maður á það sem sjaldan sést og það svona FALLEGT.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 17:50
Tíminnnn líður.
Langt er liðið síðan ég skrifaði síðast. En fyrir viku síða var ég á símafundi með væntanlegum hundanotendum og Klöru hjá Blindrafélaginu. Í síma voru Helena túlkur og yfirhundaþjálfari og Framkvæmdastjóri staðarins. Þar sem frestun er á hundunum þá vildu þau láta okkur vita hvernig staðan er í dag. Við fengum líka að spyrja . Þar sem valdir verða 16 hundar í byrjun (búið að velja 8 af þeim) Þá þýðir það að 50% líkur er á að maður fá labrador sem blindrahund
Þessi tími fram að afhendingu verður fljótur að líða það er ég viss um. Jóinn á næsta leiti og börninnnnnn.... kafæra manni í gleði að öllu leiti maður er farinn að hlakka til. Svo kemur janúar og afmælin byrja á fullu. Bolludagur og öskudagur. Ferming hjá litlusystur og litla barnið mitt (sú stærsta) verður 20 í mars og páskarnir líka í mars. Apríl með sín afmæli. Maí þá á litlabarnið mitt afmæli 11 ára. og þá er komið næstum sumarfrí. Guð hvað tíminn er fljótur að líða. Þarna sjáið þið hann flýgur áframmm.....
Maður þarf ekki að nefna þá vinnu sem maður vinnur í sjálfboðavinnu hjá Blindrafélaginu. Þessi tími verður farin áður en maður veit. Já ekki má gleyma að Nikolai og Ann Sofi koma 16 janúar ásamt Helenu vinkonu minni. Hlakka til þessar fundar. Vona nú að ég veri duglegri að skrifa á næstunni. bess í bili.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)