Í Víðidalur um helgina.

Þá er einn fundurinn að baki. nú er undirbúningur fyrir sýninguna í Víðidal á vegum Hundaræktunarfélagsins Íslands. Við væntanlegu leiðsöguhunda eigendur verum þar til staðar að leiðbeina ykkur um umgegni við leiðsöguduna. (Blindrahundar) Básinn sem við verðum með verður fullur af myndum af hvolpum og að sjálfsögðu okkur líka frá því við vorum í Noregi. Eining ætlum við að vera með myndband af okkur og eina skemmtilega af væntanlegum leiðsöguhundi. Það er virkilega skemmtilegt. En sjón er sögu ríkari. Þarna mun líka vera tveir leiðsöguhundar, annarsvegar um hádegisbilið á laugardag og frameftir og fyrir hádegi á sunnudag og líklega eitthvað lengur. Það er gaman að sjá þá vinna og leiða eigendur sína áfram. Oft öfunda ég þá að geta farið sinna leiðar án blindrastaf og líka þegar maður labbar með staf fá áttar maður sig ekki alltaf á því að maður er kominn upp að næstu manneskju og rekur stafinn í hana. Gasp  En leiðsögu-hundar leiða mann framhjá ef þeir  geta eða hægja á sér. Ég get ekki beðið eftir því að fá minn vin og félaga sem teymir mig áfram til halds og traust.InLove  Minn hundur og hinna þriggja koma til landsins 28 júlí í einangrun. Í lok ágúst mun samþjálfunin hefjast og mun ég segja ykkur frá þeirri reynslu minni að vera með leiðsöguhund mér við hlið dag eftir dag. Cool  Takk fyrir.

Smíði

Jæja, þá er ég á fullu í smíðinni. Að þessu sinni er ég að smíða kirkju. Eina stóra og myndalega með þremur bogadregnum gluggum. Inngangur inn í kirkjuna er líka bogadreginn. Turn verður líka á kirkjunni og flott gler að lokum verður ljós í henni. Já að sjálfsögðu er þetta lítil jólakirkja sem ég er að smíða. Við erum fjögur í smíði, þrjú sjónskert og einn blindur. Þetta gengur allt vel, hliðarnar komnar saman og framhliðin líka. þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég er í smíð, en nú sé ég ekki eins vel og ég gerði þar af leiðandi gat ég ekki annað en hlegið af sjálfri mér þegar ég var að líma saman það sem líma þurfti. Ekki veit ég hvort meiri lím hafi farið á mig eða hliðina. Crying en fullt var það sem ég þurfti að plokka í burtu af þornuðu lími. GetLost Í næsta tíma mun ég taka með með plastpoka til að vera í svo fötin haldist hrein og heil í þokkabót. Halo Sonur minn er með mér til halds og traust og líka að hjálpa mér með einn lítinn kistil.  Gaman hefur smíðakennarinn a honum því hann er að spyrja hann út úr hvað er búið til úr þessu og til hvers er þetta notað. Sonurinn þykir jafn gaman af honum líka. Smile Ég skal koma myndum af afrekstrinum þegar hann er búinn, um leið mun ég setja inn húfurnar þrjár sem ég er búinn að prjóna fyrir framtíðarbarnabörnin.

sjáumst seinna.


Bleikur stafur og hola....

Það er gaman að segja frá því hvað bleiki blindrastafur minn vakti mikið umtal í Svíþjóð. Þannig vildi það til að stafur minn stuðaði einn af Normönnunum. Hún vinkona mín sem býr í Noregi sat við borð þeirra því hún átti að vera Norsk í smá stund. Tounge (Gott að eiga svona fært fólk frá Íslandi) Ég kom til hennar aðeins og þá byrjaði þetta allt. Hann skildi ekkert í því hvers vegna ég væri með bleikan blindrastaf. Tjáðum við honum að ég hafði verið sú fyrsta sem hafði keypt stafinn í Noregi. Það átti að taka þá manneskju í gegn sem datt í hug að selja stafi í litum og koma með þá á markað í Noregi að hans sögn. Ekki vorum við sammála. Formaður Norsku blindrasamtakanna bauðst þar að meðal að kaupa einn handa mér. Ég þakkaði honum en sagði að ég væri með einn. En hinn herrann vildi kaupa stafinn af mér, svo hægt væri að taka hann úr umferð. LoL  Umræðan var orðin svo fjörug, hvort ætti að leifa stafi í litum. En þar sem ungafólkið á erfitt með að vera með þessu hvítu stafi, er alveg tilvalið að koma með þá í lit eða skreyta þá á einhvern hátt eða jafnvel skipta út handfangi bara til að fá þau að vera með blindrastaf.Wink  Ekki var hann sammála því. En ekki eru allir sáttir við þetta. Enn sem betur fer voru enginn slagsmál eða barist með blindrastöfum (þó það hefði verið gaman). Formaður Normannanna sagði við mig deginum eftir að líklega þyrfti hann að segja af sér sem formaður vegna þessara deilan við borðið kveldið áður. Halo En hlegið var jafnt og rifist. Ein niðurstaða kom í málinu. Að ÉG og sá herra sem hafði sig mest í þessu vorum sammála í að vera ósammála í þessum efnum. Happy Svona er lífið.

 Stóra svítan mín. Er ég fór frá Almåsa úr svítu minni til Stokkhólmar á hótelið þar var mér brugðið. Ég fór úr Svítu í holu. Það lá við innilokunarkennd.UndecidedJæja maður lætur sig hafa það. En svo var mér litið inn á klósettið. Það er eins gott að maður þurfi ekki að skipta um skoðun hvaða stykki maður ætlaði að gera. LoL Sturtan sem var þar inni hentar líklega í fangelsum maður getur ekki beygt sig ef maður missir sápuna. Tounge. Viðbrögðin voru það mikil en allt er betri en ekkert. Crying Ég komst þó heil heim annar væri ég ekki að skrifa hér. Haha.


hundasýning, Svíþjóð og blindrahundar

 

Hver og vill og verður, verður að lofa má ekki svíkja. Nei hef gaman af þessari línu. Ég var á hundafundi á mánudaginn. Þar sem ég er ein af væntanlegum blindrahundaeiganda þá ætlum við að kynna okkur fyrir ykkur. Já og líka kynna ykkur fyrir væntanlegum hundum, hvernig á að umgangast þá. Þannig að ég verð til sýnis (í stað hundsins sem er ekki kominn) á hundasýningu HRFÍ í Víðidal 1 og 2 mars n.k. Þá gefst hundum og gangandi færi á að hitta okkur og heilsa upp á okkur og kynnast. J Hlakka mikið til að sjá ykkur. J

Þetta er nú meira vesenið. Ég er stödd í Svíþjóð á ráðstefnu. Á flugvellinum hitti ég fyrir vinkonu mína hana Helenu sem mun túlka fyrir mig. Við fórum í hraðbanka til að taka út aur til að hafa til vara. Takkaborðið er merkt með blindraletri sem er gott, hann er líka með tali en við höldum að hann hafi verið lasin því ekki talaði hann þó óskað hafi verið eftir því. En aurnum náðum við út. En næst var að taka leigubíl á áfangastað. Það lá við að rifist væri um okkur. En sá sem keyrði okkur var ekki með GPS tæki og vissi ekki alveg hvert ætti að fara, þannig að við fengum smá sætsýn í leiðinni. Sem betur fer var hann búinn að setja fast verð á bilin þannig að ekki skaðaði það okkur. Jæja þá erum við komnar til Almåsa.

 

Ekki var allt búið þá. Við fórum inn að bóka okkur og vonum að við gætum fengið samloku eða eitthvað því svangar vorum við ornar. Þá kom í ljós að ekki var gert ráð fyrir okkur fyrr en deginum eftir við hváðum við en ekki var það vandamál. Við fengum svítur í staðinn hlið við hlíð. Já svítur þetta er betra svítan var lítið raðhús. J Samlokuna fengum við líka. Um kvöldið er ég kom var mér tjáð að hægt væri að ná netsambandi úr öllum herberjum og íbúðum. Kát var ég með það. Um kvöldið er ég ætlaði að senda póst og blogga, komst ég ekki inn með nokkru móti.Ekki dó ég ráðalaus og fór því út í kuldann og jú ég náði sambandi. Ekki var nú ráðlagt að hanga með tölvuna á öðru hnénu og reyna skrifa. Nei þá lokaðist sambandið. Já ég held bara svei mér þá að ég sé orðin háð netinu. J Þetta þarf ég að fara að laga og telja upp á tíu ef ekki næst samband. J

 

En nú eru það góðu fréttirnar. Nákvæmlega þann 30 júlí koma hundarnir til landsins. Þeir verða í einangrun í 4 vikur eða til 29 ágúst. Þann 30 ágúst m un samþjálfuninni byrja austur í Nýjabæ. Þar verðum við í 2 vikur. Síðan förum við heim með hundinn og hann mun kynnast fjölskilduni yfir helgina. Á mánudeginum byrjum við aftur í samþjálfun en þá í okkar umhverfi (heimavelli). Það er frá 15 sept.- 26 sept. Þá er því lokið í bili. J Veit ég að börnin mín verða spennt, sérstaklega sú elsta, hún mun deyja úr spenningi. Haha.

 

Þó maður hafi vitað af þessu í heilt ár, þá er þessi tími loksins orðin áþreifanlegri. Ég er með hnút í maganum að tilhugsun um sjálfstæði, þar f leiðandi minni vöðvabólgu af rýni og spennu við að vera viðbúinn að detta og ekki að þurfa að hengja mig á fjölskyldumeðlim þegar maður er að fara út. J Maður bara hreinlega slakar á við tilhugsunina. J Ég get valla skrifað vegna fiðrings en ég vona að þessi orð hafi komið rétt frá mér þar fingur mínir eru líka að springa af gleði. J


Veðurblíðan

P2010059Þessi hreyfða mynd af norðurljósunum tók sonum minn fyrir mig föstudaginn 1 feb. upp í sumarbústað. Planið var að fara í heitapottinn líka. Úr varð að karlmennirnir fóru í pottinn í 18 stiga frosti. Ég var fljót að hætta við, þegar ég þurfti að klæða mig í úlpu hanska og húfu til að fara á milli sturtunnar og pottsins. maður hefði gjörsamlega frostið í gegn.Sick En þetta kvöld dönsuðu stjörnurnr við norðurljósiðn. Ekki er það oft að við þurfum að grafa upp pottin heldur en þennan dag var þörf á því. Þetta vekur upp skemmtilegar minningar úr æsku, þegar maður óð í snjó til að komast á áfangastað. haha. Er kannski minningin að svindla á manni. Held samt ekki. Hafið þið tekið eftir því hversu lengi snjórinn heP2010045fur haldist núna.? Já hann er búinn að vera frá því 3 janúar 2008 og verður áfram að mér skilst. Ekki er það slæmt nema að einu leiti. GÖNGUSTÍGARNIR eru tíndir. Göturnar eru ruddar og upp á göngustíganna fer afreksturinn. Bíð nú eftir að þeir fari að ryðja göngustíganna þeir eru í flokki 3-4 í forgangsröðinni. En svona er lífið. Ég vil halda snjónum því hann lýsir allt upp. En maður getur ekki fengið allt.

Ein af þeim leiðum sem ég fer út í búð og er upphituð er nú lokuð vegna framkvæmda. Ekki á göngustignum heldur vegna byggingarframkvæmdar á loðinni hægramegin við hann. Skil ekki alveg hvers vegna þeir hertóku göngustiginn. Ég er kannski svo skrítin. Nú verð ég að halda áfram að vera áhættuleikari að fara yfir götun þar sem enginn gangbraut er en samt ágætt að fara yfir. Hef gert þetta undanfarið. Svona er lífið.!! Tounge


Var mig að dreyma?

Eins og allir vita þá kemur pósturinn alla virka daga. Eins og allir fæ ég póst öður hverju. Dag einn er pósturinn kom með póstinn og sonur minn náði í hann. Í einu stóru umslagi var eitthvað á blindraletri sem ég lagði til hliðar og ætlaði að lesa um kvöldið í ró og næði. En kvöldið kom og ég ætlaði að ná í póstinn en fann hann hvergi, hum hvað varð um póstinn? Ég leitaði ásamt fjölskyldunni en ekki fundum við póstinn. Ég var farinn að halda að ég hafi dreymt þetta. Dagarnir liðu og ekki fannst hann. Þá var ég viss að ég hafi bara dreymt þetta. Hver ætti svo sem að senda mér blindraletur nema þá kennarinn minn, vinkona eða Blindrabókasafnið sem heimsendir það sem ég panta á fimmtudögum. Ég hætti að hugsa um þetta. Um síðustu helgi fór ég eins og vanalega á staðin minn og viti bændur hvað var þarna og blasti við öllum PÓSTURINN minn. Þá var mig ekki að dreyma þrátt fyrir allt. En eina skíringin er sú að búálfurinn hafi setið á honum svo við finndu hann ekki. Tounge Pósturinn sem ég fékk er mér kærkomið dagatal á blindraletri, og ekki veitir af að halda við tölustöfunum.GrinSvona er lífið gætið að pósti ykkar og lesið hann strax annars sest búálfurinn á hann þannig að hann sést ekki. hahaha.


Snjóar á Íslandi?

Þessi síðasta vika er búinn að vera ævintýralega. Ég tók þann pól að eiga frí á afmælisdegi mínu, sem var á laugardaginn var. En ég fór á litin fund fyrir hönd félagsins sem haldin var á Nesjavöllum, Nesbúð. Farið var á fimmtudeginum uppeftir. Við vorum 10 sem komum þá og áætlað var að 3 í viðbót kæmu seinna um kvöldið eða snemma á föstudeginum. En eins og allir hér á landi vita þá varð vel gott rok og skafrenningur. Það vantaði bara að rafmagnið færi af líka þá væri punturinn yfir iið. En ég var ekki við ósk minni. 8 af þeim sem voru með okkur voru erlendir ríkisborgarar. Höfðu þeir miklar áhyggjur að komast ekki heim á sunnudagsmorgun. En eins og við vitum hér á Íslandi, þá eru þeir fljótir að skafa leiðirnar svo við komumst áfram leiðir okkar. Á föstudagskveldi skipti ég og formaður félagsins um sæti það er að segja hann kom austur og ég fór suður. Þetta tókst með tilstuð bónda. Grin Hann fékk koss í tilefni dagsins (bóndadagur) þegar hann kom. Fjölskyldan ætlaði upp í sumarbústað þarna um kvöldið en við fréttum að það væri allt ófært inn á svæðinu. Þar sem okkar bústaður er í lægð þá vissum við að allt væri í kaf þar að vanda þegar svona veður er á landinu.  þannig að sumarbústaða farðinn endaði heima. Pinch En þá verður maður bara að gera það besta úr hlutunum. Baka köku ef eitthver liti inn í afmæliskaffi og í stað að grilla úti (ekki hægt að komast út) þá var grillað í ofninum og það tókst bara virkilega vél. Smile Þannig í stað að hafa rólega helgi í sumarbústað þá var helgin aðeins fjörugri hér heima, en það er samt alltaf gaman að taka á móti gestum sem muna eftir manni. Grin 

ÉG er búin að vera að prjóna húfurnar sem ég er að gera fyrir framtíðar barnabörnin (ef ég fæ einhver) Ég er búinn með 3 húfur og langleiðina komin með eina peysu. Bíst við að klára hana í næstu viku. En ég þarf að fara að gera nokkrar skýrslur vegna fundar og aðalfunda 2 deilda. Það tekur alltaf tíma að byrja en þegar maður er byrjaður er maður komin á skrið og líkur þessu á augabragði. Tounge


Má ég spyrja?

Stundum þarf maður að versla hvort sem það er matur eða föt. Sonur minn er sodda bruðlari á föt að ég held svei mér þá að hann hafi rottu innanklæða til að naga fötin og mús til að naga skóna. Devil En þau eru þó nýtt, sem betur fer. Þannig að í þetta sinn þurftum við að kaupa úlpu nr. 2 í vetur. Leiðin hefur legið í margar búið t.d. Útilíf, Intersport, 66°N og fleiri. En Hann sá úlpu í Hagkaup sem honum virkilega langaði í, en ekki rétt stærð. Hringdi starfsmaður fyrir mig í nokkrar Hagkaupsbúðir og fannst hún í Holtagörðum og var tekin frá. Þangað var för mín og dóttur minnar í dag. Undanfarna daga hef ég verið með bleika blindrastafinn minn sem ég verslaði í Noregi (búð fyrir blinda og sjónskerta) á endanum er stór kúla sem hentar ver í snjó og líka maður heyrir vel ef klaki er til staðar. Einn starfsmaður spurði hvort hún mætti spyrja mig að einu. Ég jánkaði því. Þá spurði hún hvað ertu með? Ég brosti og sagði þetta vera blindrastaf. Þá kom hin spurningin. Heldurðu að fólk þekki hann sem blindrastaf, þar sem allir stafir eru hvítir. Tjáði ég henni að reyndar væri ég sú eina að mér vitandi sem ætti bleikan staf á landinu okkar góða og reyndar væri alltaf möguleiki að aðrir mundu kaupa sér staf erlendis líkt og ég gerði. Ég tjáði henni að ég notaði hann sérstaklega núna í snjónum og hálkunni því þá sæi ég hann betur en hvíta, en annars er hann sparistafurinn minn. Það væri hvítur stafur heima sem er mikið notaður. Henni fannst sniðugt að vita til þess að til væru fleiri litir en það þyrfti að kynna almenning um þá. Þakkaði ég henni fyrir ábendinguna og finnst mér hún rökrétt. Gleymdi ég að segja honum að bleiki stafurinn er líka endursín líkt og þeir hvítu. Takk fyrir aftur starfsmaður í Hagkaup Holtagörðum.

Hvað finnst ykkur um þetta mál lesandi góður?


Út að borða, reglur og vaðstígvél...

Jæja þá eru þau farinn Woundering Það var virkilega gaman að hitta Ann Sofi og Nicolai aftur, þau eru alltaf jafn glaðlind og stutt í  enda er það fyndið að sjá þau alvörugefin þegar þar á við, þá brosir maður inn í sér. Tekið var til að hrista hundahópurinn saman og því skelltum við okkur út að borða á fimmtudagskveldið. Í heildina erum við 9 þá 4 notendur, aðstoðar blindrahundaþjálfari, ráðgjafi Blindrafélagsins heimildarmaður með upptökuvél og svo Þjálfararnir frá Noregi en við leyfðum formann Blindrafélagsins að koma með líka. Erum við ekki góð. Tounge Þá um daginn voru þau búinn að taka út aðstæður hjá tveimur úr hópnum. Skondið hvernig hópurinn skiptist á daganna. Strákarnir voru á fimmtudeginum og við Stelpurnar á föstudeginum. Grin Að sjálfsögðu vildum við vera síðastar að hitta þau, því þá er ekki eins langt fyrir okkur tvær að hitta þau aftur í haust. (það er að segja ef þau koma þá) gætu verið aðriðr þjálfarar seim koma. Það er samt alltaf jafn gamann að hitta þau og hina líka þau hittum við í maí á síðasta ári. :o)  Föstudagur eftir hádegi komu þau og tóku út þann vanalega hring sem maður labbar, þannig meta þau betur samþjálfunina mína og mins. Mér var gefið ráð hvaða leið hentaði betur fyrir mig og minn hund í væntanlegri framtíð. Eins gott að fara að venja sig strax við þennan ákveðinn rúnt. Verst að geta þá ekki stungið börnin af ef maður er að fara út í búð, þau væru fljót að þefa mann upp.  

 verð að finna ráð við því. Devil

Veit ekki hversu vel þið þekkið umgengisreglur við blindrahunda ég helda að það sé tímabært að láta þær koma smátt og smátt inn á síðuna hjá mér og í lokin verða þær allar saman. Hér er ein ÞAÐ MÁ EKKI klappa blindrahundi, þegar hann er að vinna og með vinnubeislið. ok þá er sú fyrsta kominn. Ég vil líka tryggja að ég hafi þær allr rétta líka. Sumar þekki ég vel en er ekki viss með hinar. Þannig að þið lærið þær samhliða mér. Tounge

Þar sem við vitum þá hefur snjóað þó nokkur. Þökk sem vinkonu minni í Noregi. haha. En þeyr hjá Reykjavíkurborg hafa gleymt því að ekki eru allir á bílum. Ég hringdi í þá á fimmtudeginum til að skafa betur göngustíganna. Ekki stóð á þeim en þeir gleymdu því að fólk þarf líka að taka strætó. Ein leiðin var skafin vel húrra fyrir þeim en leiðin að strætó við Langarima er enn erfið yfirferðar. Á þriðjudaginn á að fara að rigna. Sp. hvernig verður það  þá. hum líklega sundlaug. Eins gott að fara að kaupa sér vaðstígvél eða kafarabúning. FootinMouth. Eða skauta því það á frysta ofan í þetta.Tounge


Þau koma.....

Í morgun fékk ég hringingu frá Blindrafélaginu vegna Noregsliðsins. Var ég spurð hvaða tími hentar mér best til að hitta þau. Úr varð vegna funda hjá mér að hitta þau föstudaginn 18 jan. e.h. Þau verða spurð hinna ýmsu spurninga trala la la la......Grin Ég er svo spennt að ég gleymi að segja ykkur sem ekki vitið hvað um er að vera, að þetta er vegna væntanlegan blindrahund sem ég fæ í september n.k. hann kemur frá Noregi fullþjálfaður og tilbúinn í fjörið hér á Fróni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband