Leiðsöguhundurinn frægi.!

 

Hæ, hó. Já hér erum við búinn að vera á fullu. Enda förum við þreytt í rúmið á kvöldin. Nú er vika tvö og já hún Asíta og hinir hundarnir erum farnir að sleppa takinu af þjálfurunum. Enda erum við mikli betri en þeir. J Spenna var hér fyrir leikinn Ísland-Noreg. Enda voru allir afslappaðir þar sem jafntefli var á leik þeirra. Þannig að við fáum áframhaldandi þjálfun. J Við erum búinn að fara ákveðinn hring hér á Selfossi og í dag sá ég í fyrsta sinn græna kallinn á umferðaljósunum. Fyndið að leika áhættuleikara sem sér ekki hvert hann er að fara. Sem betur fer hef ég hjálparhellu sem leiðir mig áfram. Haha.

Næsta föstudag fæ ég hana Asítu afhenda formlega með hátíðlegu ívafi. Þá helgi verð ég í stofufangelsi eða þannig. Má fara með hana út í taum en ekki í beislinu. En það ver vegna þess að hún á að kynnast fjölskyldunni. En kannski fréttið þið af mér niður á Laugavegi á miðvikudaginn og í Smáralind eða Kringlu. Hver veit. En við fáum smá bæjarferð þá allavega fyrir samþjálfun í bænum.

Kveðja í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband