Kominn á ról

 

Halló aftur. Nú er ég búinn að vera hér í 6 daga og framfarir ornar þó nokkrar.  Asíta fylgir mér í einu og öllu, jafnvel tekur hún af skarið og heldur mér við efnið. Mér finnst þetta alveg yndislegt. Hverjum hefði dottið þetta í hug að ég myndi fá mér leiðsöguhund. Jæja, staðreyndin er samt orðin að veruleika. Það er svo skondið að heyra í öllum hundunum þegar við erum inni með þjálfurunum að heyra hrotur þeirra. Ég segi að Asíta verður að halda mér við efnið svo ég gleymi ekki hrotum hins helmings mans. J Fyrstu dagar okkar hér á Selfossi hafa verið skrautlegir, gengið vel og ja, á afturfótum eða þannig. Samt hefur hún farið fram hjá mörgum hindrunum. Notandi stundum svolítið tregur eða skal maður segja ruglaður í öllum skipunum sem nota þarf. Í heildina eru þær 31 talsins. En þetta kemur. Sum orðin eru þegar kominn á íslensku. Það leiðinlega við hund er að þurfa að týna upp eftir hann stóra stykkið. En það er gjald fyrir frelsið. J Enda veit ég að fjölskyldan hjálpar mér að finna það sem týna þarf upp. J L haha. En frelsi er það sem ég er að fá. Vei, vei, vei. Sjónvarpið var hér í dag að taka myndir og viðtöl. Vonum að við séum ykkur til fyrirmyndar í þeim. Haha. Asíta hafði gaman af því í dag að leika lausum hala og flakka á milli okkar notendanna. Tvísvar fékk hún manni hjá hinum . Lúmsk stelpa J Þeir reyna alltaf að fá bita hjá þeim næsta sem er með nammi í hendinni. J Ekki víst að þetta gangi hjá henni alltaf. J Samt gaman að sjá hvað þau reyna til að fá góðgæti hjá þeim næsta. Jæja heyri í ykkur síðar. Bless í bili..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband