28.8.2008 | 22:33
Vei! Nú er komið að því.!!!!
Nú er hún Asíta komin úr einangrun. Og á laugardaginn byrjum við í samþjálfuninni. Þessum degi hef ég beðið eftir, frá því ég fékk þær fréttir að einn af hundunum væri ætlaður mér. Síðan þá hef ég reynt að undarbúa mig af kostgætni í alla staði. Aðstaða fyrir Asítu undirbúinni. Nú er allt að smella í samt lag eins og það á að vera. Undanfarna daga eða eftir að ég kom heim frá Sviss þá hef ég verið að þvo þvott. Ekki þvær hann sig sjálfur. Þvottavélin bilaði áður en ég fór og er ég kom heim var hún ekki komin til baka. Þannig að hér á bæ var allt fullt af þvotti. En fjallið er horfið nú og vélin er samt ekki kominn í lag en. En ég þarf að sitja um hana og ýta henni í gang aftur ef hún stoppar. Vélin mín þarf nefnilega að taka pásu eftir þörfum.
Ef hún heldur svona áfram þá hef ég allavega hana Asítu mér til huggunar þegar ég þarf að sitja yfir vélinni. Við fáum okkur þá bara hlaupabretti til að hlaupa á ef þetta heldur áfram. Eða fæ mér nýja vél.
Eða þannig, þessi er nú bara tæplega 3 ára.
En ekki veit ég þó hvort netsamband verður þarna á Nýja Bæ eða ekki. Það kemur í ljós. Því gjarnan vil ég leyfa ykkur að fylgjast með fyrstu skerfum okkar Asítu. En Selfoss hér kem ég til ykkar í 2 vikur. bless að sinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.