4.7.2008 | 19:17
Sko nú má ég skammast mín.
Ég veit upp á mig skömmina. Ekki hef ég staðið við mitt. Ráðlagt var að skrifa blogg og fimmtudeginum fyrir hundrað árum eða þannig. En nú kemur það.
Á fimmtudeginum hittust væntanlegu leiðsöguhundahópur ástam Klöru ráðgjafa hjá Blindrafélaginu, Reyni myndatökumann sem var í mýflugnamynd og Halldóra frá Nýja Bæ (nú er það rétt skrifað). Fengum við upplýsingar að trúnaðarhundalæknir okar er í Grafarholtinu á dýraspítalanum þar. Hills fóðrinu var fyrir valinu fyrir hunda okkar og redda þarf "bia bed" fyrir hundanna. Þeir verða dekraðir upp úr öllu valdi. Asíta og co eru væntanleg til landsins þann 27 júlí og fara þá í einangrun í 4 vikur. Reyndir lofaði fleyrum myndum af hundunum sem og hann gerði. Ég var alveg ákveðin að setja einhverjar hér inn En myndirnar eru heima á tveim diskum og ég í Finnlandi á ráðstefnu. En maður bætir úr því eftir heimkomu.
Hér í Helsingi er búið að vera frábært veður og yndislegt að labba um. Ráðstefnan sem Ég er á er alþjóðaráðstefna um þann augnsjúkdóm sem ég er með. Stundum stendur maður á gati og spyr um hvaða augnsjúkdóm eru þeir að tala. RP 65 eða RP 12 aldrei heyrt þetta en er nú komin á sporið hvers eðlis allavega RP 65 er. Við fengum hlé í gær og fórum þá í skógarferð. Þar var farið að roga á Kanon (cannon) heila 4 kílómetra og í lok ferðar farið í hina frægu Finnsku gufuna. Komið var með grein inn í gufuna og við lömdum okkur með henni eftir að það var búið að hita hana aðeins. Þetta var yndislegt þó að það hafi rignt mara þennan dag. Nú í dag 4 júlí á hátíðardegi Bandaríkjamanna var formleg ráðstefnan sett þó við höfum verið að funda í 2 daga áður. Móttaka var í gær á leið okkar þangað datt ég kylliflöt fyrir dómkirkjunni í orðsins fyrstu merkingu. En ég er óbrotin en bólgin á hnjám. Hún Kristín sem er með reddaði mér alveg. Rak mig í rúmið eftir að við komum heim og let bólgueyðandi og græðandi á hné og olnboga. Maður getur verið svo smekklegur þegar maður dettir svona kylliflatur. Jæja nóg í bili. Heyrumst síðar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Var nú ekki óþarfi að falla svona fyrir Finnunum?
úFF, nei Lilja ekki gott. Vona að þú jafnir þig fljótt í hnjánum.
Góða ferð heim!
Helena (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.