5.6.2008 | 13:30
Myndir og 86 dagar í væntanlega samþjálfun.
Hæ, hæ Nú er komið að því að upplýsa ykkur. Hér á blogginu eru 2 myndir af væntanlegum leiðsöguhundum sem koma til landsins þann 28 júlí næstkomandi og fara þá í einangrun á Höfnum Reykjanesbæ. Samþjálfunina byrjar svo 30 ágúst n.k. Myndin hér til hægri eru í röð. Asita sem er mín. næst er það Exo sem Alexander fær. Sá sem liggur fram af pallinum er Exit hann fer til Friðgeirs. Að síðustu er það Elan sem fer til Guðlaugar. Mín er eina tíkin í hópnum hitt eru rakkar. Á vinstri myndinni eru í röð (sitjandi) Exo, Elan, Exit og sú sem liggur er Asita með tunguna út. Með á myndunum eru hundar Anett hundaþjálfara. Maður getur valla skrifa nú þar sem allt er orðið svo áþreifanlegt. Við vissum að þetta yrðu svartir labradorar en ekki kyn og nöfn sem er komið nú. þá er bara að bíða komu þeirra og undirbúa aðsetur þeirra á heimilinu. Skondið finnst mér að í haust fór ég til Ameríku til systur minnar. Þar keypti ég teppi fyrir hund minn. Rautt/drappað varð fyrir valinu, ofar á lista mínu er blátt en ekki veit ég af hverju ég valdi rautt. Einhver lítill fugl hlýtur að hafa haft áhrif þar. Mér þykir rautt líka fallegt en blár er ofar. Á næstunni skrifa ég eins og kálfur sem er úti að njóta nátturunnar. Í haust mun ég standa mig betur. lofa.
Kveðja í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
En frábært! Til hamingju með þetta enn og aftur! Það var gaman að hitta þig svona óvænt um daginn - en við eigum nú eftir að hittast aftur í sumar
Guðrún (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 15:30
Takk Guðrún, hlakka til að sjá þig í sumar.
Lilja Sveinsdóttir, 6.6.2008 kl. 20:24
Takk Helena. Já það er vinna að vera með hund. En að vera með leiðsöguhund sem maður þarf að passa svo rétt verður farið að honum er meiri vinna en enn venjulegur hundur. Er ég til í þá vinnu. þar sem ég sé hvað Fönix hefur gert fyrir þig.
Lilja Sveinsdóttir, 10.6.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.