148 dagar í hundinn.

Það má með sanni segja að tíminn líður hratt. Það eru einungis 148 dagar þangað til samþjálfunin byrjar. Maður fær gíll í magna af tilhugsun af spenningi. Ég veit líka að áður en ég er búinn að snúa mér við er tíminn komin. Þessa dagar sem komnir eru frá síðasta bloggi, hafa verið fjörugir. Eitt af því sem gert var, var að halda smá námskeið í eldunartækni með Kvennadeild Blindrafélagsins. Elduð var dýrindis súpa með fullt af granmeti og tómötum í. Baguette brauð sem skorið var niður og á það smurt ýmsar tegundir af meðlæti t.d. lífrakæfa og smá rifberjagel til skreytingar, rjómapiparostplúss steinselja, spes spægipylsa og óðalostur. Salat höfðum við líka með matnum. Okkur va  skipt upp í 3 hópa og hvar hópur fékk að gera það sama á sinni stöð. Skera salat niður, gúrku tómata, papriku og skræla kartöflur og gulrætur, og svo fleira. Þetta námskeið hitt í gegn. Enda nú er á döfinni að halda annað sem eingöngu vera karlmenn í. Við vorum 18 konur sem er gott þar sem auglýsinginn komst ekki inn á Valdar greinar að þessu sinni. Til hamingju stelpu, og takk fyrir frábæra samveru.

 

Í gær var ég stödd niður í félagi, þar var margt um manninn. Hann Friðgeir með Erró sinn voru að selja fyrstu rauðu fjöðrina til Guðlaugs Heilbrigðisráðherra. Ráðherra hélt tölu ásamt Halldóri Sævari. Við hin héldum okkur saman á meðan. Halo Helena var tekinn í geng af fjölmiðlum, hér getur hún ekki hrist þá af sér eins og í Noregi. LoL En hún verður þá bara sjóvaðari fyrir vikið að spreyta sig hér heima. En Til Hamingju Helena þetta var virkilega gott hjá þér í alla stað.

Takk í bili kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband