28.2.2008 | 18:50
Í Víðidalur um helgina.
Þá er einn fundurinn að baki. nú er undirbúningur fyrir sýninguna í Víðidal á vegum Hundaræktunarfélagsins Íslands. Við væntanlegu leiðsöguhunda eigendur verum þar til staðar að leiðbeina ykkur um umgegni við leiðsöguduna. (Blindrahundar) Básinn sem við verðum með verður fullur af myndum af hvolpum og að sjálfsögðu okkur líka frá því við vorum í Noregi. Eining ætlum við að vera með myndband af okkur og eina skemmtilega af væntanlegum leiðsöguhundi. Það er virkilega skemmtilegt. En sjón er sögu ríkari. Þarna mun líka vera tveir leiðsöguhundar, annarsvegar um hádegisbilið á laugardag og frameftir og fyrir hádegi á sunnudag og líklega eitthvað lengur. Það er gaman að sjá þá vinna og leiða eigendur sína áfram. Oft öfunda ég þá að geta farið sinna leiðar án blindrastaf og líka þegar maður labbar með staf fá áttar maður sig ekki alltaf á því að maður er kominn upp að næstu manneskju og rekur stafinn í hana.
En leiðsögu-hundar leiða mann framhjá ef þeir geta eða hægja á sér. Ég get ekki beðið eftir því að fá minn vin og félaga sem teymir mig áfram til halds og traust.
Minn hundur og hinna þriggja koma til landsins 28 júlí í einangrun. Í lok ágúst mun samþjálfunin hefjast og mun ég segja ykkur frá þeirri reynslu minni að vera með leiðsöguhund mér við hlið dag eftir dag.
Takk fyrir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.