Stoppuð af löggunni

Jæja þar sem langt er síðan ég bloggaði varð ég að bæta upp syndir mína og skrifta lítið eitt. Halo  Þann 16  des. s.l. var ég stödd í bænum þurfti að sinna nokkrum erindum. Byrjað var á skólavörustígnum í SPRON þaðan lá leið mín upp Laugarveginn var ég kominn upp að miðjan Laugarveginn er tvær löggur stóðu allt í einu fyrir framan mig. Buðu þeir góðan daginn og sp. hvort þetta væri vinnuhundur eða eitthvað svoleiðis. Að sjálfsögðu var hún Asíta með í för. Jánkaði ég því og sagði hana leiðsöguhund. Spurði þá annar þeirra hvort ég væri með tilskilin leyfi? Jánkaði ég því og bauðst til að sýna þeim. Nei ekki þurfti ég þess. En í kjölfarið beygði annar þeirra sig niður og fylgdi ég honum eftir með minni sjónleifum og sló á hönd hans. Sagði að ekki mætti klappa henni þegare hún væri í vinnunni. Varð hann hvumsa. Bað ég hann að hinkra og tók ég beislið af Asítu, sagði svo nú máttu klappa henni. Ekki gat ég annað en brosað með sjálfri mér og hugsað, jæja nú er hún ólögleg hér. LoL Spurðu þeir mig um ferlið hennar og þjálfun og að lokum óskuðum við hvert öðrum og tókumst í hendur gleðilegra jóla. Já það er skondin ævintýrin sem maður lendir í.

Hátíðin hjá mér hefur gengið að óskum. Vona hjá ykkur líka.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Skemmtileg saga Lilja.

Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári.

Kristinn Halldór Einarsson, 4.1.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband