Asíta ljósmyndafyrirsæta.

Hæ og hó. Eins gott að láta heyra í sér. Margt hefur drifið á daga okkar Asítu. Við höfum verið allt frá því gegnar niður og knúsaðar. Við vorum í okkar hefðbundnu göngu er síminn hringdi. Stoppuðum við, við vegg samt var smá bil á milli mín og veggsins. Var ég með bakpoka á mér. Ég var búinn að standa þarna í smá tíma og hafði lokið samtalinu er tveir ungir herra gengu sitthvor megin við mig þannig að lá við falli hjá mér þar sem ég var ekki viðbúinn að eitthver mundi troða sér á milli mín og veggsins. Ég gat ekki orða bundist en kalla hver er blindur.? Ég fékk svar "Ó fyrirgefðu" skal gert svaraði ég og gætu að þér næst. Oft hef ég staðið upp við vegg með smá bili og engin farið að troðast á milli. Crying Þar sem ég stóð var nægt pláss fyrir vinstra megin við Asítu. Þess vegna skildi ég ekki strákinn. Vona að hann geri þetta ekki aftur. Oftast er maður knúsaður.

Búðarferðir skemmtilegar. Mikil er virðing fyrir Asítu þegar ég er í búðum. Nokkrum sinnum hef ég verið spurð hvort ekki megi klappa. En ætið er svarið Nei hún er að vinna. Lítil dama kom til mín og spurði mig þessarar spurningar Ég sagði við hana að ef hún sæi mig með Asítu ekki í beisli þá mætti hún koma og spyrja mig aftur og þá mætti hún klappa. Hún var súr á svipinn fyrst en svo glaðnaði yfir henni og sagði ég má klappa henni næst. LoL Gat ég þá ekki annað en brosað.

Göngutúrar okkar er misjafnlega langir sá lengsti 1 1/2 tími. Þegar við löbbum meðfram ströndinni þá ætlast/vonar Asíta að nú fái hún að fara synda. Oftast fær hún það, en ef hún fær ekki að synda fer hún í fýlu og hengir haus eins og ég hafi verið að skamma hana. Hún hefur egnast nokkra vini í göngutúrunum og sérstaklega einn sem heitir Krummi og er svartur Labrador. Þeim þykir gaman að synda saman og leika lítið eitt. Asíta hoppar og skoppar þegar hún er laus. Ég sleppi henni ekki lausri nema hún hafi gert stórastykkið áður en við förum. Stundum vill hún gera þarfir sína á leiðinni og er ég farinn að þekkja þá takta hjá henni í gegnum beislið. Mer finnst alltaf fyndið að sjá rófuna hennar þegar hún gerir stykkin sín. Hún er bein er hún pissar en í vinkil er hún gerir stóra stykkið. Alltaf er týnt upp strax. Enda hjálpar heimilisfólkið mér að fylgjast með á kvöldin og morgnanna meðan dimmt er. En í dag snjóaði og þá næ ég að sjá þetta sjálf. Þannig að ég panta snjó á þarfasvæðinu hennar. Tounge Henni þykir annarst rósalega gaman í snjónum og að grafa í sjónum og þá steina enda reynir hún að ná þeim upp og rekur trýnið í bolakaf og hristir sig alla er hún réttir úr sér.  Dóttir mín hefur verið að taka myndir af henni. Held ég að hún verið bráðum ljósmyndafyrirsæta fyrir dóttir mína. InLove 

Heyrst hafði frá Helenu vinkonu þegar hún fer í burtu frá Fönix hvað hann verður kátur er hún kemur til baka. Það er sama hér á bæ Asíta er svo glöð jafnvel er ég fer bara í einn tíma í burtu eða skil hana eftir út í bíl meðan ég fer aðeins inn í búð. þá er eins og ég hafi farið í burtu í langan tíma. Alltaf fær maður innilegt knús frá henni og er við förum út og hún á að vinna, þá stekkur hún upp af gleði og smellir góm, því þá veit hún að góðgæti er í vændum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband