10.9.2008 | 19:28
Heimsókn í bæinn.
Í dag fórum við í könnunarleiðangur í bæinn. Erindið var það að kanna hvort leiðsöguhundarnir myndu leita upp Skota. Viti menn auðvita fundu þeir þá. Það var ekki hægt að þverfóta fyrir þeim í bænum. Við gengum yfir Lækjagötu á móts við Stjórnarráðið, eftir Lækjagötunni og upp Bankastræti og Laugarveg þó ekki lengra enn að gatnamótum Laugavegur. og Klapparstíg. Svo fórum við yfir götun og niður aftur. Það mætti halda að Skotarnir hafi stillt sér upp okkur til heiðurs. Eða þannig. Haha
Þetta var fyrir hádegi en eftir hádegi fórum við inn í Kringlu. Þar vöktum við athyggi. Sp. var hvort við hefðum fengi leifi fyrir þeim. Að sjálfsögðu fengum við leifi til æfingar.
Það er allt annað að ganga með leiðsöguhund um Kringluna en á förnum vegi. Leiðsöguhundur makkerar alla vegi en Kringlan eru engir vegir, þannig að þeir ganga um eins og við, það er að segja þegar við erum bara að skoða í glugganna. Asíta var svo hrifinn af rúllustigunum og var bara sár að fá ekki að fara í þá.
Við Asíta fórum einn rúnt upp á 3 hæð í stiga, svo hringinn í kringum opið og aftur niður stiga. Reyndar vildi hún fara í bíó þessi elska en það var ekki búið að opna. Jæja smá útidúr en á leið niður stigann kominn svo til alveg niður, kom unglingur og klappaði Asítu ég sagði nei það má ekki klappa henni í beislinu og hún Drífa hrópaði á greyið og hann hrökk við ein og ég veit ekki hvað. Við erum viss um að strákurinn klappi ekki ókunnum hundum á næstunni. Að lokinni þjálfun var farið upp á 3 hæð og fengið sér ís ja eða bragðaref sem er algjört æði. Á heimleið kom babb í bátinn. Bíllin bilaði. Þá voru góð ráð dýr og fenginn leigubíll austur. Við vorum nefnilega farinn að hóta því að gista heim. Við vorum viss um að bíllinn vildi það líka. Haha.
Hér erum við, bara 2 dagar eftir hér. Á föstudaginn fáum við hunda okkar formlega afhenda, með popp og prakt. Þá fáum við að sofa heima. Vei, maður er farinn að sakna fjölskyldunnar. Þó hér hafi verið fínt og við vel alin. Þá er eins og máltækið segir "Heima er best.
Já að sjálfsögðu má ekki gleyma punti yfir i hún Helena er mætt í bæinn og var með okkur í Kringlunni. Mikið var gaman að sjá hana aftur. Ég skildi Asítu eftir hjá henni. Þegar ég kom til baka skaut ég að henni, hvort hún væri ekki búin að taka rúnt með hana um Kringluna. Henni klæjaði mikið í fingurgómunum að prófa. Enda er hún vön Fönix sínum og er ég viss um að hún saknar hans. Skrifa næst frá heimili mínu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Blessuð Lilja og til hamingju með að vera komin með hana Asítu þína! Ohh hvað lífið verður auðveldara með hana hjá þér. Ég hlakka til að sjá hana, reyni að kíkja við tækifæri
Gangi ykkur áfram svona vel!
Kveðja úr Dölunum
Guðrún (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.