Fundur á fimmtudag.

Jæja.! Þá er að styttast í fundinn með hinum í hundahópnum. Hún Halldóra frá Nýjabæ þar sem við verðum í samþjálfun mun hitta okkur. Vona ég að hún verði með myndir af bænum.  Ég er ekki frá því að ég hlakki til þess. Bíst ég við á fundinum fáum við nánari upplýsingar um hundanna og allt það sem þarf að aresea gagnvart þeim. Veit ég að bæli, bursta, teppi og fl. fáum við með þeim, í Noregi. Tryggingar, fæði og vottorðið sp með það. Já ég veit þetta kemur í ljós á fimmtudaginn.

Ég er byrjuð að þjálfa mig í að segja nafn hennar. Finnst mér það enn svolítið skondið "Asita" A sita haha. En það venst furðu vel. Ekki vil ég breyta því nema þá að setja í í stað i þannig þá verður það Asíta. Síðastliðin 2 ár hef ég fylgst með vinkonu minni henni Helenu sem á Fönix sem er líka frá sama skólanum í Noregi. Reyndar býr hún Þar. Hún er því miður hætt að blogga og sakna ég þess ofsalega mikið. Það var svo líflegt að lesa blogg hennar. Lýsingar af góðum og slæmum dögum voru ótrúlega skemmtilegar frásagnir. En sem betur fer heyri ég í henni öðru hverju. Þegar við höfum hist á ráðstefnum þá er talað um allt og ekkert, áður en við vitum af er ráðstefnan búinn og við skiljum þangað til næst. En við skrifumst á líka. Ég hef verið að rekja upp úr henni margt sem getur komið mér að góðu með mína Asítu, á ég ekki von á öðru en að því held ég áfram þar sem við eigum von á að hittast hér á landi í nóvember á ráðstefnu. Þá fær hún að sjá mína þar sem ég hef fengið að sjá Fönix persónulega. Hann er algjör rúsína. InLove En nú hætti ég í bili, læt ykkur vita með fundinn hvort ég fæ meiri upplýsingar en ég er með nú. Veit þó eitt að við eigum von á myndum fyrir hvern og ein af okkar hundum. Mun skanna mína/r inn og deila með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband