Smíði

Jæja, þá er ég á fullu í smíðinni. Að þessu sinni er ég að smíða kirkju. Eina stóra og myndalega með þremur bogadregnum gluggum. Inngangur inn í kirkjuna er líka bogadreginn. Turn verður líka á kirkjunni og flott gler að lokum verður ljós í henni. Já að sjálfsögðu er þetta lítil jólakirkja sem ég er að smíða. Við erum fjögur í smíði, þrjú sjónskert og einn blindur. Þetta gengur allt vel, hliðarnar komnar saman og framhliðin líka. þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég er í smíð, en nú sé ég ekki eins vel og ég gerði þar af leiðandi gat ég ekki annað en hlegið af sjálfri mér þegar ég var að líma saman það sem líma þurfti. Ekki veit ég hvort meiri lím hafi farið á mig eða hliðina. Crying en fullt var það sem ég þurfti að plokka í burtu af þornuðu lími. GetLost Í næsta tíma mun ég taka með með plastpoka til að vera í svo fötin haldist hrein og heil í þokkabót. Halo Sonur minn er með mér til halds og traust og líka að hjálpa mér með einn lítinn kistil.  Gaman hefur smíðakennarinn a honum því hann er að spyrja hann út úr hvað er búið til úr þessu og til hvers er þetta notað. Sonurinn þykir jafn gaman af honum líka. Smile Ég skal koma myndum af afrekstrinum þegar hann er búinn, um leið mun ég setja inn húfurnar þrjár sem ég er búinn að prjóna fyrir framtíðarbarnabörnin.

sjáumst seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Sveinsdóttir

Þá er bara að skella sér til Íslands yfir vormánuðina eða haust í einar 8 vikur á eitt námskeið. Kristbjörn er frábær smíðakennari og lætur okkur ekki gefast upp þó hann hjálpi þónokkuð.

Lilja Sveinsdóttir, 28.2.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband