24.2.2008 | 20:41
Bleikur stafur og hola....
Það er gaman að segja frá því hvað bleiki blindrastafur minn vakti mikið umtal í Svíþjóð. Þannig vildi það til að stafur minn stuðaði einn af Normönnunum. Hún vinkona mín sem býr í Noregi sat við borð þeirra því hún átti að vera Norsk í smá stund. (Gott að eiga svona fært fólk frá Íslandi) Ég kom til hennar aðeins og þá byrjaði þetta allt. Hann skildi ekkert í því hvers vegna ég væri með bleikan blindrastaf. Tjáðum við honum að ég hafði verið sú fyrsta sem hafði keypt stafinn í Noregi. Það átti að taka þá manneskju í gegn sem datt í hug að selja stafi í litum og koma með þá á markað í Noregi að hans sögn. Ekki vorum við sammála. Formaður Norsku blindrasamtakanna bauðst þar að meðal að kaupa einn handa mér. Ég þakkaði honum en sagði að ég væri með einn. En hinn herrann vildi kaupa stafinn af mér, svo hægt væri að taka hann úr umferð. Umræðan var orðin svo fjörug, hvort ætti að leifa stafi í litum. En þar sem ungafólkið á erfitt með að vera með þessu hvítu stafi, er alveg tilvalið að koma með þá í lit eða skreyta þá á einhvern hátt eða jafnvel skipta út handfangi bara til að fá þau að vera með blindrastaf. Ekki var hann sammála því. En ekki eru allir sáttir við þetta. Enn sem betur fer voru enginn slagsmál eða barist með blindrastöfum (þó það hefði verið gaman). Formaður Normannanna sagði við mig deginum eftir að líklega þyrfti hann að segja af sér sem formaður vegna þessara deilan við borðið kveldið áður. En hlegið var jafnt og rifist. Ein niðurstaða kom í málinu. Að ÉG og sá herra sem hafði sig mest í þessu vorum sammála í að vera ósammála í þessum efnum. Svona er lífið.
Stóra svítan mín. Er ég fór frá Almåsa úr svítu minni til Stokkhólmar á hótelið þar var mér brugðið. Ég fór úr Svítu í holu. Það lá við innilokunarkennd.Jæja maður lætur sig hafa það. En svo var mér litið inn á klósettið. Það er eins gott að maður þurfi ekki að skipta um skoðun hvaða stykki maður ætlaði að gera. Sturtan sem var þar inni hentar líklega í fangelsum maður getur ekki beygt sig ef maður missir sápuna. . Viðbrögðin voru það mikil en allt er betri en ekkert. Ég komst þó heil heim annar væri ég ekki að skrifa hér. Haha.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.