21.2.2008 | 16:02
hundasýning, Svíþjóð og blindrahundar
Hver og vill og verður, verður að lofa má ekki svíkja. Nei hef gaman af þessari línu. Ég var á hundafundi á mánudaginn. Þar sem ég er ein af væntanlegum blindrahundaeiganda þá ætlum við að kynna okkur fyrir ykkur. Já og líka kynna ykkur fyrir væntanlegum hundum, hvernig á að umgangast þá. Þannig að ég verð til sýnis (í stað hundsins sem er ekki kominn) á hundasýningu HRFÍ í Víðidal 1 og 2 mars n.k. Þá gefst hundum og gangandi færi á að hitta okkur og heilsa upp á okkur og kynnast. J Hlakka mikið til að sjá ykkur. J
Þetta er nú meira vesenið. Ég er stödd í Svíþjóð á ráðstefnu. Á flugvellinum hitti ég fyrir vinkonu mína hana Helenu sem mun túlka fyrir mig. Við fórum í hraðbanka til að taka út aur til að hafa til vara. Takkaborðið er merkt með blindraletri sem er gott, hann er líka með tali en við höldum að hann hafi verið lasin því ekki talaði hann þó óskað hafi verið eftir því. En aurnum náðum við út. En næst var að taka leigubíl á áfangastað. Það lá við að rifist væri um okkur. En sá sem keyrði okkur var ekki með GPS tæki og vissi ekki alveg hvert ætti að fara, þannig að við fengum smá sætsýn í leiðinni. Sem betur fer var hann búinn að setja fast verð á bilin þannig að ekki skaðaði það okkur. Jæja þá erum við komnar til Almåsa.
Ekki var allt búið þá. Við fórum inn að bóka okkur og vonum að við gætum fengið samloku eða eitthvað því svangar vorum við ornar. Þá kom í ljós að ekki var gert ráð fyrir okkur fyrr en deginum eftir við hváðum við en ekki var það vandamál. Við fengum svítur í staðinn hlið við hlíð. Já svítur þetta er betra svítan var lítið raðhús. J Samlokuna fengum við líka. Um kvöldið er ég kom var mér tjáð að hægt væri að ná netsambandi úr öllum herberjum og íbúðum. Kát var ég með það. Um kvöldið er ég ætlaði að senda póst og blogga, komst ég ekki inn með nokkru móti.Ekki dó ég ráðalaus og fór því út í kuldann og jú ég náði sambandi. Ekki var nú ráðlagt að hanga með tölvuna á öðru hnénu og reyna skrifa. Nei þá lokaðist sambandið. Já ég held bara svei mér þá að ég sé orðin háð netinu. J Þetta þarf ég að fara að laga og telja upp á tíu ef ekki næst samband. J
En nú eru það góðu fréttirnar. Nákvæmlega þann 30 júlí koma hundarnir til landsins. Þeir verða í einangrun í 4 vikur eða til 29 ágúst. Þann 30 ágúst m un samþjálfuninni byrja austur í Nýjabæ. Þar verðum við í 2 vikur. Síðan förum við heim með hundinn og hann mun kynnast fjölskilduni yfir helgina. Á mánudeginum byrjum við aftur í samþjálfun en þá í okkar umhverfi (heimavelli). Það er frá 15 sept.- 26 sept. Þá er því lokið í bili. J Veit ég að börnin mín verða spennt, sérstaklega sú elsta, hún mun deyja úr spenningi. Haha.
Þó maður hafi vitað af þessu í heilt ár, þá er þessi tími loksins orðin áþreifanlegri. Ég er með hnút í maganum að tilhugsun um sjálfstæði, þar f leiðandi minni vöðvabólgu af rýni og spennu við að vera viðbúinn að detta og ekki að þurfa að hengja mig á fjölskyldumeðlim þegar maður er að fara út. J Maður bara hreinlega slakar á við tilhugsunina. J Ég get valla skrifað vegna fiðrings en ég vona að þessi orð hafi komið rétt frá mér þar fingur mínir eru líka að springa af gleði. J
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.