12.2.2008 | 11:58
Veðurblíðan
Þessi hreyfða mynd af norðurljósunum tók sonum minn fyrir mig föstudaginn 1 feb. upp í sumarbústað. Planið var að fara í heitapottinn líka. Úr varð að karlmennirnir fóru í pottinn í 18 stiga frosti. Ég var fljót að hætta við, þegar ég þurfti að klæða mig í úlpu hanska og húfu til að fara á milli sturtunnar og pottsins. maður hefði gjörsamlega frostið í gegn. En þetta kvöld dönsuðu stjörnurnr við norðurljósiðn. Ekki er það oft að við þurfum að grafa upp pottin heldur en þennan dag var þörf á því. Þetta vekur upp skemmtilegar minningar úr æsku, þegar maður óð í snjó til að komast á áfangastað. haha. Er kannski minningin að svindla á manni. Held samt ekki. Hafið þið tekið eftir því hversu lengi snjórinn hefur haldist núna.? Já hann er búinn að vera frá því 3 janúar 2008 og verður áfram að mér skilst. Ekki er það slæmt nema að einu leiti. GÖNGUSTÍGARNIR eru tíndir. Göturnar eru ruddar og upp á göngustíganna fer afreksturinn. Bíð nú eftir að þeir fari að ryðja göngustíganna þeir eru í flokki 3-4 í forgangsröðinni. En svona er lífið. Ég vil halda snjónum því hann lýsir allt upp. En maður getur ekki fengið allt.
Ein af þeim leiðum sem ég fer út í búð og er upphituð er nú lokuð vegna framkvæmda. Ekki á göngustignum heldur vegna byggingarframkvæmdar á loðinni hægramegin við hann. Skil ekki alveg hvers vegna þeir hertóku göngustiginn. Ég er kannski svo skrítin. Nú verð ég að halda áfram að vera áhættuleikari að fara yfir götun þar sem enginn gangbraut er en samt ágætt að fara yfir. Hef gert þetta undanfarið. Svona er lífið.!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.