Var mig að dreyma?

Eins og allir vita þá kemur pósturinn alla virka daga. Eins og allir fæ ég póst öður hverju. Dag einn er pósturinn kom með póstinn og sonur minn náði í hann. Í einu stóru umslagi var eitthvað á blindraletri sem ég lagði til hliðar og ætlaði að lesa um kvöldið í ró og næði. En kvöldið kom og ég ætlaði að ná í póstinn en fann hann hvergi, hum hvað varð um póstinn? Ég leitaði ásamt fjölskyldunni en ekki fundum við póstinn. Ég var farinn að halda að ég hafi dreymt þetta. Dagarnir liðu og ekki fannst hann. Þá var ég viss að ég hafi bara dreymt þetta. Hver ætti svo sem að senda mér blindraletur nema þá kennarinn minn, vinkona eða Blindrabókasafnið sem heimsendir það sem ég panta á fimmtudögum. Ég hætti að hugsa um þetta. Um síðustu helgi fór ég eins og vanalega á staðin minn og viti bændur hvað var þarna og blasti við öllum PÓSTURINN minn. Þá var mig ekki að dreyma þrátt fyrir allt. En eina skíringin er sú að búálfurinn hafi setið á honum svo við finndu hann ekki. Tounge Pósturinn sem ég fékk er mér kærkomið dagatal á blindraletri, og ekki veitir af að halda við tölustöfunum.GrinSvona er lífið gætið að pósti ykkar og lesið hann strax annars sest búálfurinn á hann þannig að hann sést ekki. hahaha.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband