Snjóar á Íslandi?

Þessi síðasta vika er búinn að vera ævintýralega. Ég tók þann pól að eiga frí á afmælisdegi mínu, sem var á laugardaginn var. En ég fór á litin fund fyrir hönd félagsins sem haldin var á Nesjavöllum, Nesbúð. Farið var á fimmtudeginum uppeftir. Við vorum 10 sem komum þá og áætlað var að 3 í viðbót kæmu seinna um kvöldið eða snemma á föstudeginum. En eins og allir hér á landi vita þá varð vel gott rok og skafrenningur. Það vantaði bara að rafmagnið færi af líka þá væri punturinn yfir iið. En ég var ekki við ósk minni. 8 af þeim sem voru með okkur voru erlendir ríkisborgarar. Höfðu þeir miklar áhyggjur að komast ekki heim á sunnudagsmorgun. En eins og við vitum hér á Íslandi, þá eru þeir fljótir að skafa leiðirnar svo við komumst áfram leiðir okkar. Á föstudagskveldi skipti ég og formaður félagsins um sæti það er að segja hann kom austur og ég fór suður. Þetta tókst með tilstuð bónda. Grin Hann fékk koss í tilefni dagsins (bóndadagur) þegar hann kom. Fjölskyldan ætlaði upp í sumarbústað þarna um kvöldið en við fréttum að það væri allt ófært inn á svæðinu. Þar sem okkar bústaður er í lægð þá vissum við að allt væri í kaf þar að vanda þegar svona veður er á landinu.  þannig að sumarbústaða farðinn endaði heima. Pinch En þá verður maður bara að gera það besta úr hlutunum. Baka köku ef eitthver liti inn í afmæliskaffi og í stað að grilla úti (ekki hægt að komast út) þá var grillað í ofninum og það tókst bara virkilega vél. Smile Þannig í stað að hafa rólega helgi í sumarbústað þá var helgin aðeins fjörugri hér heima, en það er samt alltaf gaman að taka á móti gestum sem muna eftir manni. Grin 

ÉG er búin að vera að prjóna húfurnar sem ég er að gera fyrir framtíðar barnabörnin (ef ég fæ einhver) Ég er búinn með 3 húfur og langleiðina komin með eina peysu. Bíst við að klára hana í næstu viku. En ég þarf að fara að gera nokkrar skýrslur vegna fundar og aðalfunda 2 deilda. Það tekur alltaf tíma að byrja en þegar maður er byrjaður er maður komin á skrið og líkur þessu á augabragði. Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband