21.1.2008 | 23:40
Má ég spyrja?
Stundum þarf maður að versla hvort sem það er matur eða föt. Sonur minn er sodda bruðlari á föt að ég held svei mér þá að hann hafi rottu innanklæða til að naga fötin og mús til að naga skóna. En þau eru þó nýtt, sem betur fer. Þannig að í þetta sinn þurftum við að kaupa úlpu nr. 2 í vetur. Leiðin hefur legið í margar búið t.d. Útilíf, Intersport, 66°N og fleiri. En Hann sá úlpu í Hagkaup sem honum virkilega langaði í, en ekki rétt stærð. Hringdi starfsmaður fyrir mig í nokkrar Hagkaupsbúðir og fannst hún í Holtagörðum og var tekin frá. Þangað var för mín og dóttur minnar í dag. Undanfarna daga hef ég verið með bleika blindrastafinn minn sem ég verslaði í Noregi (búð fyrir blinda og sjónskerta) á endanum er stór kúla sem hentar ver í snjó og líka maður heyrir vel ef klaki er til staðar. Einn starfsmaður spurði hvort hún mætti spyrja mig að einu. Ég jánkaði því. Þá spurði hún hvað ertu með? Ég brosti og sagði þetta vera blindrastaf. Þá kom hin spurningin. Heldurðu að fólk þekki hann sem blindrastaf, þar sem allir stafir eru hvítir. Tjáði ég henni að reyndar væri ég sú eina að mér vitandi sem ætti bleikan staf á landinu okkar góða og reyndar væri alltaf möguleiki að aðrir mundu kaupa sér staf erlendis líkt og ég gerði. Ég tjáði henni að ég notaði hann sérstaklega núna í snjónum og hálkunni því þá sæi ég hann betur en hvíta, en annars er hann sparistafurinn minn. Það væri hvítur stafur heima sem er mikið notaður. Henni fannst sniðugt að vita til þess að til væru fleiri litir en það þyrfti að kynna almenning um þá. Þakkaði ég henni fyrir ábendinguna og finnst mér hún rökrétt. Gleymdi ég að segja honum að bleiki stafurinn er líka endursín líkt og þeir hvítu. Takk fyrir aftur starfsmaður í Hagkaup Holtagörðum.
Hvað finnst ykkur um þetta mál lesandi góður?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já það tekur tíma fyrir fólk að aðlagast nýjum merkjum. En það er gott að vita hvað um er að vera í Noregi í þessum efnum. Þannig getum við miðlað ykkar herferð hér líka (það er að segja ef fleiri kaupa liti) Ég veit til þess að hér á landi, neita börnin líka að nota hvíta stafinn. Móðir einnar vildi kaupa svona bleikan staf fyrir dóttur sínar í von um að hún notaði hann frekar. Alla vegna gaf dóttirin það til kynna. En þessi hugmynd með handfangið úl,la,la líst vel á það. Láttu mig vita er þetta verður framkvæmt í Noregi. ef þau verða loðinn er erfitt að vera með þau í rigningu, en ef hægt verður að skipta um hausinn á stafnum væri það flott. Jæja þá er að fara að hann þann möguleika. haha.
Lilja Sveinsdóttir, 22.1.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.