6.1.2008 | 21:55
Haltu mér, slepptu mér.
Jæja nú er þrettándinn og nágrannarnir líklega að klára að skjóta upp síðustu leifum af flugveldum sem ekki var hægt að skjóta upp á gamlárskvöld. En eins og hvað þetta getur verið hvimleitt er þetta samt fallegt. Nú bíður manns að fara að taka niður jólaskrautið. Það er best að læðast um í skugga morgunsins og pakka öllu niður, meðan börnin eru í skólanum. Það verður allt tómlegt og leiðarlýsing mín horfin. En sem betur fer eru einhverjir sem skilja útiljósin eftir kveikt fram í febrúar og þá sér maður hvar þau hús eru enn þó önnur hverfa. Svona eru hátíðarnar með öllum sínum kostum og göllum. Haltu mér slepptu mér er rétta orðtækið við þessu.
Þann 16 janúar munu koma til landsins Yfirhundaþjálfarinn og framkvæmdarstjóri Hundaskólans í Noregi Þau eru að fara að taka út Einangrunarstöðina í Reykjanesbæ og líka aðstöðuna þar sem samþjálfun okkar verður með væntanlegum blindrahundum. Þau koma líka að heimsækja okkur 4 sem fáum hunda og kanna þær helstu gönguleiðir sem við förum upp á val með samþjálfuninni í okkar umhverfi. Þar sem áætlað er að hundarnir koma í september þýðir það nú heil meðganga þangað til (9 mánuðir). Hum....... mig langar í niðurtalningu á síðuna fyrir einhverja viðburði hjá manni. En tilhlökkun að fá hjálparhund er mikil. Ég finn að ég er farin að einangra mig meira eftir að sjónin fór að fara þegar dimmt er orðið úti. já eins og er á þessum tíma. En svona er lífið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já ég ætla líka að reyna að vera dugleg á morgun og taka skrautið niður. Mér finnst alltaf leiðinlegt að fjarlægja það en samt - mér finnst alltaf verða svo hreint og fínt hjá mér þegar ég er búin að þessu...... skrýtið
Hér kláraði Diddi að sprengja og skjóta fyrir okkur - við hjónin eru hvorugt mikið fyrir þetta..... en þetta var flott hjá honum.
Það verður gaman þegar hundurinn kemur - meðganga er ekkert svo lengi að líða hehe og mundu bara að það er gott að bíða eftir góðum hlutum
Ég ætla endilega að reyna að kíkja við hjá þér þegar ég á leið í bæinn - það er orðið skammarlega langt síðan við hittumst !
Bið að heilsa hinum krúttunum í fjölskyldunni....
Guðrún (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:33
Takk fyrir Guðrún....áður en maður veit af er meðgangan liðin. Sumarið framundan og ekki má gleyma páskum áður en við vitum af eru komin jól aftur...
Lilja Sveinsdóttir, 8.1.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.