Gleðilegt ár, takk fyrir það gamla. :o)

Wizard Svona er það. Áður en maður veit af er komið nýtt ár. Hvað varð af því sem eftir var að því síðasta. Mér finnst ég rétt vera búinn að skrifa síðasta blogg, en það er liðinn margir dagar. Frá því ég skrifaði síðasta blogg hef ég eignast litla frænku. Hún er algjör dúlla og ég á von á tveim frænkum í viðbót á árinu 2008. Eina núna fyrstu vikuna í janúar og hin á að fæðast seinnihlutann í mars. Þetta er algjör stelpu fjölskilda. Af þeim 10 sem fædd eru eru 2 strákar í mars verður hlutfallið 10 á móti 2. En hver veit þetta getur allt breyst.

 Ég gerði þær breytingar í lífi mínu að hætta að vinna nú á nýju ári allavega tímabundið meðan ég er að taka mig í gegn. Sjónin heftur versnað á þessu eina ári sem liðið er. Það síðasta bakslag kom nú í byrjun desember. En svona er lífið og fylgikvillar í sjúkdómi mínum. Cool Þess vegna ætla ég að takast á við mig og mínar aðstæður.Pinch Ég dáist af einni vinkonu minni sem er sjónskert líka og sér mun ver en ég. Hún er lærimeistarinn minn. Ég held að ég þurfi að vera hjá henni í viku til að læra af henni í kvívetnaði. Hún hefur fleiri djöfla að draga en sjónina en er í fulli fjóri ennþá í félagsmálum . Ég sæki þó nokkuð af styrk mínum til hennar. Ég er stolt af henni. H það er þú. Grin Ég mun koma aftur í fullu fjöri eftir meðhöndlun mína á mér. Tounge Ég held að mér hafi tekist að láta myndbandi inn af Ástölunum í Flórída.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá! Það er ekkert smá skreytt þarna!

Þvílíkt ljósashow! 

Guðrún (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband