10.12.2007 | 01:10
Flórída og Jólaskemmtun
Með því fyrsta sem maur skoðaði er jólaskreyting sem nágrannar systir minnar var búinn að setja upp. Systir mín var ekki búinn að skreyta hjá sér þar sem framkvæmdir á heimilinu hafa gegnið fyrir. Enda er hún mjög seina þetta árið að skreyta hjá sér. Fólkið byrjar að skreyta eftir þakkargjörðar daginn. Ætla að reyna að setja inn video frá Áströlunum. Maður verðu alveg vitlaus að geta ekki bloggað með íslenskum stöfum. í Flórída ætlaði ég að blogga í tölvu systir mínnar, en viti bændur hún er að sjálfsögðu með enska lyklaborðið, hún kann ekki að breyta því yfir á móður málið hennar hvað þá ég. Held að það sé kominn tími til að læra það. En það var gott að baka sig í sólinni og vera étinn í leiðinni. Ég þurfti nú að forða mér undan þeirri gulu líka, því sólarexemið var farið að gera vart við sig enda gleymdi ég lyfinu heima. Flestir dagarnir voru heitir allt að 38 stig en það var líka kalt sumar næturnar, þá fór hitinn í 10 gráður og þá er kalt. 2 morgnar voru kaldir meira að segja fyrir okkur Íslendinganna. Það var kátt hjá okkur við að hrella systir mína og mág. Mágur minn var farinn að forna höndum við að sjá allt draslið sem fylgdi innkaupum okkar. Hann sagði að þetta væri samanlagt allt rusl hans fyrir árið. haha. En svona er það þegar við komumst í kaupvímu. Systir dóttir mín vildi fá að sofa á milli mín og bóndans, en við sögðum að hún mundi mara kremjast á milli okkar. Hún var fljót að redda því sagði að bóndinn ætti að sofa hjá afa hennar og ömmu en hún hjá mér það var hlegið mikið af þessir athugasemd hjá henni. Þessi vika veiti mér smá gálgafrest. Þar sem sólin hér sést seint og sest snemma, fékk ég að njóta þess að vera í birtu frá því maður vaknaði og til 18 á daginn. En samt er alltaf gott að koma heim og sofa í sínu eigin rúmi og með sinn eigin kodda, sem gleymdist heima.
Á laugardaginn fór ég með hálfum huga (var veik um nóttina ælandi með soninn og yngri dótturina ásamt vinkonu hennar á jólaskemmtun og föndur á vegum Foreldrafélags Blindrafélagsins og Blind börn á Íslandi. Megnið af föndrinu var étið, að sjálfsögðu voru það piparkökur málaðar. Skemmtiatriðin voru ekki af verri nótunum, Páll Óskar, Hara systur og jólasveinn sem vissi ekki nafn sitt. börnunum til mikillar hugarangurs. Byrjað var á föndri, svo kom Páll Óskar með 3 lög, Hara systur og Sveinki tróðu lika upp 3 atriði. Í lokin gaf Sveinki krökkunum nammipoka og pakka sem var rifin upp í snatri. Hafði ég gaman af syninum því hann var svekktur að ekki væri þetta jóladiskur en sáttur var hann samt. Set inn nokkrar myndir af af stelpunum og vinkonu, vinkonu dóttur minnar ásamt Páli Óskari og líka mynd með Hara systurm.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.