26.11.2007 | 23:01
Spenna í loftinu....
Á morgun er skemmtilegur dagur hjá mér. Undirbúningur á fullu.. Skildi þetta allt takast hjá mér að láta alla enda ná saman. Auðvita! ég er kraftakvendi. haha. Þessa stundina (fyrir utan áð taka pásu og vélrita hér) er ég að hengja upp jólaskraut börnun til mikillar gleði. En ég er líka að pakka niður, nú er förinni heitið til systir minnar í henni stóru Ameríku. Þar ætla ég að halda upp á brúðkaupsafmælið mitt. Við hjónin pöntuðum miðann okkar í síðustu viku. Börnin verða heima með tengdó og mákonu mína sem gæsluaðila. Spennan við að fara svona með stuttum fyrirvara er bara algjört æði. Nú fær viðhaldið mitt virkilega á láta reyna á sig í nýju umhverfi. Það helsta vandamál hjá mér núna er hvaða staf á ég að taka með mér? Bleika eða hvíta? ákveð það á morgun, bara að ég gleymi honum ekki eina og ég gerði eitt skipti haha. það var skondið að gleyma stafnum við útidyrnar í fullri reisn. Það mun ekki gerast aftur. En nú ætla ég að fara að halda áfram að pakka svo maður hafi eitthvað til skiptana. Bless í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.