21.11.2007 | 22:33
Hitt og þetta......
Maður veit ekki hvort maður á að brosa eða gráta, jæja maður grætur með rigningunni og brosir með frostinu, eins og sonur minn sagði um daginn (brosið á mér fraus) það mátti segja það því kuldinn var mikill af völdum vinds. En nú er komið 2 stiga frost og ég á leið í heitapottinn. Það er yndislegt að fara í pottinn í svona veðri, jafn kalt og maður er á leið út í hann er maður vel heitur inn af beini þegar maður kemur uppúr.
Í dag fór ég í dýraland systir minnar. Hún á 3 cairn terrier + 2 hvolpa og 2 chua + 2 hvolpa og eina kisu. Það var æðislegt að leika við hvolpana og mömmur þeirra. Kisa er athyglissjúk og vill vera inn á öllum myndum sem teknar eru. . Ég mun setja inn myndir af þeim við fyrsta tækifæri. Ég fór í klippingu dag og pantaði far fyrir bóndann (svo hann komist með mér) til Flórída. þar ætlum við að dvelja hjá systir minni. Við erum nefnilega svo rík að eiga 20 ára brúðkaupsafmæli þann 5 des. og erum einn jafn ástfanginn.
Þessa daganna er ég að prjóna barnaföt fyrir væntanleg framtíðar barnabörn mín, þar er að segja ef ég fæ einhver þá. . Hvert af börnum mín fær bæði stelpu og strákasett, þegar þar að kemur. Mig langaði svo að prjóna útprjóns mynstur meðan ég hef enn einhverjar sjónleifar. Ég er búinn að prjóna 2 húfur af sex. Svo verður prjónað peysur, sokkar og vettlingar, allt í stíl Þegar ég er búinn með eitt sett skal ég setja inn mynd af því. Enn minnið mig á samt.
Nú er potturinn tilbúinn og ég farinn út í kuldannnn og ofan í heitan pottinn. bless í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.