28.8.2007 | 22:22
Fæ ég einn!
Nú eru ár og aldir síðan ég skrifaði síðast. Margt hefur breyst hjá mér. Í febrúar á þessu ári sótti ég um að fá blindrahund. Í framhaldi af því fékk ég að vita að umsókn mín væri móttekin og ég hæf sem umsækjandi. Í enda maí fór ég ásamt 5 öðrum til Noregs til að sækja námskeið og próf um hæfni til að fá hundinn. Það eru búið að samþykkja af ríkinu að fá 5 hunda til landsins. Jæja, en að loknu prófi og félagsskap var farið heim til íslands og beðið eftir niðurstöðum hvort maður sé í fyrsta hollinu að fá hund.
Með þolinmæði og þrautseigju var komið að svarinu. Þann 13 júní var hringt og mér tjáð að ég væri hæfur umsækjandi og hvort ég vildi þykkja hund eða bíða. Ég varð orðlaus því ég átti ekki von á að fá hund í fyrsta hollinu. Auðvita þáði ég að fá hundin.
í fyrsta holli mun eingöngu koma 4 hundar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.